Orðið á götunni er að nokkrir röskir nemendur í MBA námi Háskóla Íslands séu komnir langleiðina með að leysa vandamál Alþingis varðandi aksturspeninga. Arnar Ægisson útskriftarnemi í MBA náminu segir að þau séu langt komnir með að hanna nýtt app sem hefur þá eiginleika að skrá í gegnum síma allar ferðir viðkomandi einstaklings. Þannig birtast upplýsingar í appinu um hvaðan lagt var af stað og hvert ferðinni varheitið. Einnig heildarvegalengd sem hægt er síðan að keyra saman við skattframtal viðkomandi.
Ef Alþingi fjárfestir í þessu nýja appi er alla vega öruggt að ekki verða skráðar ferðir sem ekki voru farnar – eða öllu heldur ferðir sem síminn fór ekki í. Með þessu gæti fjarmálaskrifstofa þingsins verið beintengd við síma viðkomandi og vafasamir reikningar yrðu úrsögunni. Orðið á götunni er að ekkert vandamál sé svo stórt að ekki megi leysa það.