fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025

Grjót úr steinhúsi Vigdísar

Orðið
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að líf sé heldur betur farið að færast í borgarstjórnarkosningarnar með tilkomu Vigdísar Hauksdóttur á vígvöllinn. Sjálf segist hún hafa saknað stjórnmálanna og stefnir á að ná inn fjórum fulltrúm fyrir Miðflokkinn. Það hlýtur að teljast metnaðarfullt markmið, ekki síst þar sem flokkurinn mældist með 1,1% fylgi í borginni daginn áður en tilkynnt var um framboð Vigdísar. Það þarf ekki talnaglöggan mann til að sjá að slíkt fylgi fleytir mönnum ekki langt.

Vigdís Hauksdóttir hefur alltaf verið umdeildur stjórnmálamaður sem hikar ekki við að segja sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún á sinn trausta fylgjendahóp í borginni, en orðið á götunni er að hann sé ekki stór og dugi skammt í harðri kosningabaráttu þar sem hún þarf að kljást við tvo stóra turna, sem eru Dagur B Eggertsson og Eyþór Arnalds. Andstæðingar Vigdísar hafa gjarnan haft hátt á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur gjarnan verið hædd fyrir klaufalegt orðfæri. Hver man ekki eftir „að kasta grjóti úr steinhúsi,“ eða „að stinga höfðinu í steininn,“ svo fátt eitt sé nefnt.

Staðreyndin með Vigdísi er að annað hvort líkar fólki mjög vel við hana eða beinlínis hatar hana. Hún er ekki stjórnmálamaður sem læðist með veggjum. Hún hefur mátt sæta harðari gagnrýni en flestir aðrir frá pólitískum andstæðingum og það verður eflaust stutt í þá gagnrýni núna. Hún hefur einstakt lag á að valda pólitísku ójafnvægi hjá mörgum.

Orðið á götunni er að menn ættu ekki að vanmeta Vigdísi Hauksdóttur og hverju hún getur áorkað. Þó að menn brosi út í annað þá mun hún klárlega hrista upp í annars litlausri kosningabaráttu

Kannski er rétt að spyrja að leikslokum.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ótrúleg slúðursaga úr herbúðum Liverpool

Ótrúleg slúðursaga úr herbúðum Liverpool
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Koma Mourinho til varnar eftir atvik vikunnar – „Hvernig getur faðir minn verið rasisti“

Koma Mourinho til varnar eftir atvik vikunnar – „Hvernig getur faðir minn verið rasisti“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“