fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjórnskipulegt uppnám

Orðið
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að hinn geysivinsæli forseti okkar hafi sannarlega fundið fyrir því undanfarna daga, að það geti verið kalt á toppnum.

Hann hefur á stuttum tíma blandast inn í tvö ákaflega umdeild mál, annars vegar uppreist æru fyrir lögmann sem dæmdur hefur verið fyrir ítrekað barnaníð, og hins vegar með því að skrifa undir fimmtán skipunarbréf dómara við hinn nýja Landsrétt.

Guðni Th. Jóhannesson nýtur þess að vera enn nýr í embætti, þótt hann eigi auðvitað að teljast sem fræðimaður einn mesti sérfræðingur þjóðarinnar á þessu sviði. En engum duldist að hann átti erfitt á dögunum er hann færði fyrst rök fyrir ákveðinni rannsóknarskyldu sinni í dómaramálinu og lét ráðuneyti og Alþingi svara tilteknum spurningum um málsmeðferð áður en hann skrifaði undir, en svo þegar kom að því að færa rök fyrir uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing, sem hefur tekið út dóm fyrir brot sín og vill nú hefja lögmennsku á ný, greip forsetinn til þess ráðs að benda á ráðuneytið og venjir og hefðir og undirstrika að forsetinn væri í raun ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum.

Óhætt er að segja að ýmsum innan stjórnkerfisins hafi verið heldur skemmt yfir þessum ósamrýmanlegu yfirlýsingum forsetans á örfáum dögum, því kerfið gleymir engu og margir innan þess kunna forsetanum enn litlar þakkir fyrir viðbrögð hans við úrskurði Kjararáðs.

Orðið á götunni er að rökstuðning setts ríkislögmanns í máli Ástráðs Haraldssonar hrl. gegn dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna landsréttarmálsins beri ef til vill að skoða í því ljósi. Svo er nefnilega að sjá, að ríkislögmaður fríi ráðherra og Alþingi af ábyrgð sinni og bendi bara á forsetann, sem hafi farið með hið endanlega vald í málinu.

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, vekur athygli á þessu í grein í Fréttablaðinu í dag og segir:

Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.)

Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum.

Svo mörg voru þau orð. Orðið á götunni er að forseta Íslands geti ekki verið skemmt að vera stillt fremstum fram í umdeildri málsvörn dómsmálaráðherra í máli sem allt eins er líklegt til að tapast. Ekki er ólíklegt að hann noti fljótlega tækifærið og skilgreini sína sýn á embættið og stöðu forsetans nú þegar hann hefur gegnt því í eitt ár. Eitt er að skrifa bækur um hlutina, annað er að verða umfjöllunarefnið sjálfur.

Að skrifa um forseta eða vera forseti, er nefnilega eins og maðurinn sagði, allt annar handleggur.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2