fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025

Í alvöru Finnur?

Orðið
Fimmtudaginn 1. júní 2017 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Finnur Árnason, forstjóri Haga, hljóti að bregðast við fréttaflutningi Viðskiptablaðsins í dag og varpa ljósi á ásakanir sem þar koma fram, um að nokkrum íslenskum framleiðendum hafi borist þau skilaboð frá Högum að ef þeir hyggist selja vörur sínar í Costco þá verði þær teknar úr hillum verslana Bónuss og Hagkaupa.

Hagar er stærsta verslunarfyrirtæki landsins, stærstu eigendur þess eru lífeyrissjóðirnir — okkar sameiginlegu sjóðir. Innkoma Costco er gríðarleg kjarabót fyrir almenning í landinu og það er algjörlega óásættanlegt að stærsti verslunarrisinn sem fyrir er, beiti hótunum þegar hann stendur loksins frammi fyrir alvöru samkeppni.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, getur ekki látið sem ekkert sé yfir svona fréttaflutningi. Hann hlýtur að setja þegar í stað rannsókn í gang á viðskiptaháttum Haga.

Það er svo kaldhæðnislegt, að Finnur Árnason hefur árum saman talað fyrir auknu viðskiptafrelsi á opinberum vettvangi og kallað eftir margskonar breytingum. Einkum hefur Finnur verið duglegur að kenna bændum um hátt vöruverð og landbúnaðarkerfinu. Aukin umsvif fyrirtækisins sem hann stjórnar, hafa orðið til þess að ýmsir minni aðilar hafa lagt upp laupana.

En svo kemur stór erlendur aðili inn á íslenska fákeppnismarkaðinn. Og eru viðbrögð stjórnenda Haga þá í alvöru þau að hóta innlendum framleiðendum og birgjum?

Í alvöru Finnur?

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís