fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025

Úlfar næsti stjórnarformaður

Orðið
Mánudaginn 27. febrúar 2017 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfar Steindórsson í Toyota.

Orðið á götunni er að Úlfar Steindórsson, aðaleigandi og forstjóri Toyota á Íslandi, verði að líkindum næsti stjórnarformaður Icelandair Group, en aðalfundur félagsins verður haldinn á næstunni.

Blásið hefur um félagið á markaði að undanförnu og Sigurður Helgason tilkynnti í dag að hann sækist ekki eftir endurkjöri í stjórn. Sigurður hefur verið formaður stjórnar Icelandair frá árinu 2009, en var auðvitað forstjóri félagsins um langt árabil.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær kom fram að sex gefi kost á sér til setu í stjórn Icelandair. Auk Sigurðar ákvað Magnús Magnússon að gefa ekki áfram kost á sér.

Þau eru Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Georg Lúðvíksson, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Ómar Benediktsson, Tómas A. Tómasson og Úlfar Steindórsson.

Af þessum sex nöfnum eru möguleikar Tómasar (Tomma í Búllunni, áður Tommaborgurum) taldir langsóttastir. Georg, frumkvöðull í Meniga, nýtur stuðnings Stefnis og lífeyrissjóða og ýmsir hluthafar hafa teflt fram Ómari með sína reynslu af flugrekstri til að taka til hendinni. Lífeyrissjóður verslunarmanna leggur áherslu á að Úlfar verði stjórnarformaður og verður að teljast líklegt að það gangi eftir. Hann er núverandi varaformaður og hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum, auk þess sem hann á sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís