Orðið á götunni er að Frjáls verslun gæti hafa gefið út sitt síðasta tekjublað. Í október síðastliðnum keypti Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, tímaritið af börnum Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra sem gaf út tímaritið áður en hann reyndi fyrir sér í stjórnmálum.
Tekjublað Frjálsrar verslunar er án efa það mest lesna af tölublöðum blaðsins þar sem margir þekkja einungis tímaritið vegna árlega tekjublaðsins. Ef ritstjórnarstefna tímaritsins fer að færast í átt að skoðunum Viðskiptablaðsins þá er nánast borðleggjandi að hætt verði útgáfu á tekjublaðinu þar sem margir sem kenna sig við frjálshyggju eru á móti því að upplýsingar um sín persónulegu fjármál séu aðgengileg almenningi.
Segja má að Tekjublað Frjálsrar verlsunar árið 2018 verði prófsteinn á íslenskan kapítalisma, hvort prinsippið um leyndarhyggju verði ofar tekjunum af Tekjublaðinu.