fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Skjálfa á beinunum

Orðið
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að margir valdamenn skjálfi nú á beinunum í kjölfar þess að stjórnmálakonur í hundraða tali stigu fram gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Krafan er hávær um að nafngreina menn sem hafa áreitt konur og telja því margir aðeins tímaspursmál þangað til einstaka menn verða dregnir fram í sviðljósið, sakaðir um óeðlilega háttsemi.

Miðað við umfangið þá mun þetta mál verða lengi í umræðunni og óhjákvæmilegt að nýjar upplýsingar og frásagnir komi fram. Með áskorun kvennanna í gær voru birtar reynslusögur þar sem í sumum tilvikum er hægt að bera kennsl á viðkomandi. Til að mynda getur hver sem er flett upp hvaða karlmenn hafa gegnt embætti borgarstjóra á 21. öldinni, koma þar aðeins fimm menn til greina. Þar að auki átti atvikið sér stað í fjölmennri veislu í Viðey.

Í þessu tilviki veit gerandinn upp á sig sökina. Hann hefur því um tvennt að velja. Að bíða þangað til fjölmiðlar sem rætt hafa við vitni hafi samband og biðji hann um viðbrögð eða að stíga fram af fyrra bragði og biðjast afsökunar.

Fyrir valdamann í stjórnmálum eða stjórnsýslunni þýðir lítið að bera fyrir sig tjáningarfrelsi enda er enginn að tala um að hegna viðkomandi, aðeins að upplýsa um háttalag.

Ólíkt því sem margir halda fram skiptir ekki máli hvort lög hafi verið brotin í öllum tilvikum enda yrði samfélagsumræðan ansi rýr ef það mætti bara fjalla um háttalag sem tekið hefur verið fyrir af dómstólum. Fyrir utan að mörg atvikanna áttu sér stað fyrir mörgum árum jafnvel áratugum, þá fyrnast aldrei orð konu sem stígur fram. Stjórnmál snúast heldur ekki að öllu leyti um stefnu og skoðanir heldur um ímynd. Enginn frambjóðandi, forstjóri, forstöðumaður, deildarstjóri, sviðsstjóri, ráðherra eða framkvæmdastjóri vill vera sakaður um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Þó ekki komi til neinna eftirmála þá er skaðinn skeður.

Eru því margir valdamenn nú að renna yfir það í kollinum hvort þeir hafi á einhverjum tímapunkti brotið gegn einhverjum, sagt eitthvað eða klipið einhvern. Tíminn þar sem slíkt var talið í lagi bak við luktar dyr er kominn á enda. Við vitum það. Þeir vita það. Og skjálfa á beinunum.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina