fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Milli steins og sleggju

Orðið
Mánudaginn 20. nóvember 2017 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að það sem helst standi í vegi fyrir stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé orðalagið, en vanda þarf orðavalið vel til að fá þingflokkana þrjá til að ekki aðeins styðja myndun ríkisstjórnarinnar, heldur til að halda henni á lífi til ársins 2021.

Þeir sem þekkja til segja að Katrín hafi verið treg til þess að ræða ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum, sérstaklega þar sem þetta hafa fram að þessu verið höfuðandstæðingar Vinstri grænna, bæði þegar VG sat í ríkisstjórn frá 2009 til 2013 og þegar VG var í stjórnarandstöðu í stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2013 til 2016. Stríðsöxin hafi hins vegar verið grafin þegar Bjarni og Sigurður Ingi voru tilbúnir til að samþykkja þau helstu atriði sem Katrín kom með að samningaborðinu.

Þó að Katrín nái að koma öllum áhersluatriðum Vinstri grænna í stjórnarsáttmálann þá er ekki þar með sagt að friður muni ríkja innan flokksins enda margir þar innandyra sem sjá rautt þegar minnst er á Sjálfstæðisflokkinn. Svipað er uppi á teningnum í Valhöll en í minna mæli miðað við grein Þórs Whitehead í Morgunblaðinu í dag þar sem hann sagði ótækt að borgaralegur flokkur færi í ríkisstjórn undir forystu róttæks vinstriflokks. Er strax farið að bera á fylgishruni VG í skoðanakönnunum þar sem á vinstri vængnum er um auðugan garð að gresja þegar kemur að stjórnmálaflokkum.

Í núverandi stjórnmálaástandi er ekki endilega best að mynda ríkisstjórn út frá því hversu mörgum atriðum flokkurinn nær fram í stjórnarsáttmála þó að á blaði sé það einmitt hlutverk formanns í stjórnarmyndunarviðræðum. Má því segja að Katrín sé milli steins og sleggju þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða