fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Lokaskotin

Orðið
Fimmtudaginn 26. október 2017 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nú séu í gangi lokaskotin fyrir kosningarnar á laugardag. Stór hluti kjósenda svarar ekki könnunum eða hefur ekki ákveðið hvað á að kjósa. Enn fleiri kjósendur eru svo á báðum áttum með hvað þeir eigi að kjósa, hvort þeir eigi að kjósa taktískt til að koma í veg fyrir að atkvæði sitt falli niður dautt eða til að koma í veg fyrir líklegt ríkisstjórnarsamstarf með einhverjum tilteknum flokki.

Lokaskot rétt fyrir kosningar einkennast helst af því þegar frambjóðandi kemur fram og segir eitthvað nýtt til þess að reyna að sannfæra einhvern tiltekinn hóp.

Birgir Ármannsson í Sjálfstæðisflokki skaut einu slíku lokaskoti í Morgunblaðinu í dag þegar hann biðlaði til þeirra sem hallast að Miðflokknum, Viðreisn, Framsókn eða Flokki fólksins að kjósa frekar Sjálfstæðisflokkinn til þess að tryggja hægristjórn í landinu.

Logi Einarsson í Samfylkingunni skaut á Sjálfstæðisflokkinn og biðlaði til milli- og lágtekjuhópa með tölum um skattaáform Sjálfstæðisflokksins.

Óttarr Proppé í Bjartri framtíð skaut á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkinn vegna kunnuglegra loforða Sigmundar um að gefa landsmönnum pening, eða í þessu tilviki eignarhlut í banka.

Sigmundur Davíð í Miðflokknum skaut óbeint á Flokk fólksins með því að ræða um útlendingamálin og biðlaði til kjósenda sem vilja hörð útlendingalög. Skaut hann einnig á Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir að hafa samþykkt núverandi útlendingalög.

Viðskiptablaðið, sem hefur hingað til beint spjótum sínum að vinstrimönnum, skaut svo í dag á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og minnti lesendur á kúlulánið sem hrakti hana úr stjórnmálum á sínum tíma. Er þetta skot ekki síst áhugavert þar sem Viðskiptablaðið sjálft hefur kvartað undan því að atburðir frá 2008 séu rifjaðir upp, en ólíkt umfjöllun Stundarinnar sem byggir á áður óbirtum gögnum þá virðist tilgangur Viðskiptablaðsins aðeins vera að rifja upp kúlulánið, sem er sjálfsagt að gera fyrst að um er að ræða stjórnmálamann sem hafnar leyndarhyggju. Hver veit nema Stundin og Reykjavík Media fjalli um mál Þorgerðar Katrínar og eiginmanns hennar ef það leka einhver gögn úr Kaupþingi einn góðan veðurdag.

Magnús Þór Hafsteinsson í Flokki fólksins svaraði skoti Sigmundar Davíðs og biðlaði til þeirra sem vilja hert útlendingalög og talaði um stjórnleysi og „glæpalýð“ sem kæmi hingað undir formerkjum hælisumsókna.

Vésteinn Valgarðsson í Alþýðufylkingunni skýtur á þá sem standa fyrir skoðanakönnunum en Alþýðufylkingin er iðulega flokkuð sem „aðrir flokkar“, það er ekki oft sem það sést stjórnmálamaður sem vill að greint sé frá pilsnerfylgi flokksins síns í fjölmiðlum.

Enn eiga eftir að berast lokaskot frá Viðreisn og Framsóknarflokki en það er heill dagur eftir, fyrir utan þetta myndband frá Framsóknarflokknum sem virðist eiga að höfða til þeirra sem höfðu gaman af kökuskreytingum Bjarna Benediktssonar:

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina