fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Aftur í borgina?

Orðið
Þriðjudaginn 24. október 2017 06:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að frambjóðendur Bjartrar framtíðar séu þegar byrjaðir að uppfæra ferilskrána fyrir komandi afhroð á laugardaginn. Flokkurinn mælist varla með fylgi og í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar mældist flokkurinn með fordæmalaust 0,0% fylgi í einu kjördæmi. Þó að könnunin sé ekki fullkomlega marktæk þá eru skilaboðin frá kjósendum alveg skýr.

Það er áhugavert að skoða feril Bjartrar framtíðar síðastliðna 12 mánuði, flokkurinn náði inn á þing í síðustu kosningum með því að hjóla í búvörusamninginn og sameinaðist nánast Viðreisn í stjórnarsamsstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í ríkisstjórn týndust þingmenn flokksins í ráðuneytunum  á meðan grasrótin hélt heim í sína gömlu flokka. Hrokafull viðbrögð ráðherra flokksins í kjólamálinu alræmda, sem var klæðskerasniðið að Áramótaskaupinu, komu síðan í veg fyrir að Björt framtíð gæti talist trúverðugur flokkur þegar kemur að siðbótum ráðamanna. Flokkurinn reyndi vissulega að endurheimta trúverðugleikann í augum stuðningsmanna sinna með því að slíta stjórnarsamstarfinu en það var einfaldlega of seint, grasrótin og stuðningsfólk Besta flokksins var þegar farið annað. Meira að segja Jón Gnarr sjálfur.

Þó að Björt framtíð hverfi af þingi á laugardaginn þá verður flokkurinn áfram til, a.m.k. fram á næsta vor. Flokkurinn er hluti af meirihluta bæjarstjórna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í viðtali í þættinum Harmageddon ræddi Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar um stjórnmálin, vakti athygli margra hlustenda þegar hann var spurður um sveitarstjórnarmálin og Óttarr gat hreinlega ekki hamið sig í að ræða málefni Reykjavíkurborgar. Óttarr var hluti af hallarbyltingu Besta flokksins  í ráðhúsinu á sínum tíma og þekkir vel til málefna borgarinnar. Ef Óttarr dettur af þingi á laugardaginn og situr í starfsstjórn fram á næsta ár á meðan greitt er úr yfirvofandi stjórnarkreppu, hver veit nema hann freisti þess þá að fara bara aftur í borgina.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hvattir til að reka manninn sem kom þeim upp í gær

Hvattir til að reka manninn sem kom þeim upp í gær
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eru klárir með arftaka Onana en fá samkeppni frá nágrönnunum

Eru klárir með arftaka Onana en fá samkeppni frá nágrönnunum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurður varpar sprengju – „Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax“

Sigurður varpar sprengju – „Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax“