fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Höskuldur aftur í lögmennsku

Orðið
Þriðjudaginn 9. maí 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Þórhallsson fv. alþingismaður.

Orðið á götunni er að Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi alþingismaður, sé genginn til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Fyrir á stofunni eru Haukur Örn Birgisson hrl., Arnar Kormákur Friðriksson hdl., Eggert Páll Ólason hdl. og Ómar Örn Bjarnþórsson hdl. sem eru eigendur stofunnar.

Höskuldur Þór útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2003 og hlaut réttindi til starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2005.

Höskuldur stundaði nám í Evrópurétti og alþjóðlegum einkamálarétti við Háskólann í Lundi í Svíþjóð árið 2001. Hann var aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur á árunum 2003 til 2005 og sat í stjórn Stéttarfélags lögfræðinga frá 2004 til 2006. Hann starfaði sem lögmaður á Mörkinni lögmannstofu hf. frá 2005 til 2007 þar sem hann öðlaðist mikla reynslu af málflutningsstörfum og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveitarfélög. Höskuldur var einnig stundakennari í viðskiptarétti við Háskólann í Reykjavík frá 2005 til 2007.

Höskuldur sat á Alþingi frá 2007 til 2016 fyrir Norðausturkjördæmi. Á þeim árum sat Höskuldur í fjölmörgum nefndum Alþingis, svo sem menntamálanefnd, umhverfisnefnd, viðskiptanefnd, fjárlaganefnd og svo umhverfis- og samgöngunefnd þar sem hann var formaður. Hann átti einnig sæti í Þingvallanefnd og kjörbréfanefnd Alþingis ásamt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Hann var jafnframt formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 til 2016 og gegndi stöðu forseta Norðurlandaráðs árið 2015. Undanfarna mánuði hefur Höskuldur starfað sem formaður nefndar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það verkefni að móta stefnu fyrir Norður-Atlantshafssvæðið. Höskuldur situr jafnframt í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingarbankans (NIB).

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Framtíðin verður brátt ljós – Fær yfir tvo milljarða fyrir þrjú ár

Framtíðin verður brátt ljós – Fær yfir tvo milljarða fyrir þrjú ár
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmenn Arsenal mætast á hliðarlínunni

Fyrrum leikmenn Arsenal mætast á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Láta sig dreyma um að sækja ungstirnið til Manchester

Láta sig dreyma um að sækja ungstirnið til Manchester