Orðið á götunni er að innanflokksátökin í Framsóknarflokknum haldi áfram, nú síðast með kosningu Alþingis í dag á nýrri stjórn Ríkisútvarpsins ohf.
Guðlaugur Sverrisson, sem verið hefur formaður stjórnar undanfarin ár, var ekki endurkjörinn en í hans stað kemur yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki, Stefán Vagn Stefánsson (Guðmundssonar fv. alþingismanns) sem fulltrúi Framsóknarflokksins.
Stefán Vagn er vinsæll mjög í héraði og öflugur maður. Hann leysir af hólmi Guðlaug, sem hefur verið í svonefndum Sigmundararmi Framsóknarflokksins, en Stefán Vagn beitti sér mjög fyrir formannsskiptum í aðdraganda síðasta flokksþing flokksins sem endaði með því að Sigurður Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í formannskjöri.
Aðalmenn voru kosnir í stjórn Ríkisútvarpsins ohf til eins árs í dag eru annars þau: Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv alþingismaður, Brynjólfur Stefánsson, Jón Jónsson, Kristín María Birgisdóttir, Friðrik Rafnsson, Jón Ólafsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Mörður Árnason.