Orðið á götunni er að Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hafi afhent Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sögu Alþýðuflokksins, Úr fjötrum og rósarvönd, í tilefni af aldarafmæli Framsóknarflokksins í dag.
Hafði Logi á orði, er hann afhenti bókina, að bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafi farið í hraustlegan megrunarkúr í síðustu kosningum, en það væri hans trú að bæði verði orðin bústin og sælleg eftir þær næstu.