fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fastir pennarLeiðarar

4 sería – Glæstar vonir og Galin veira

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 26. mars 2021 21:00

Samsett mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV 26.02.21

Jæja, krakkar, þá er komið aftur afsakið hlé. Stillimyndin sem blasir við okkur er af fjórum manneskjum sem dreifast yfir skjáinn. Inn á milli er ýtt á play og stillimyndin virðist hreyfast. Einhver fer út og annar kemur inn. Þetta er svokallað „slow TV“ þar sem allt gerist hægt og aðalpersónurnar eru heimilisvinir.

Af og til fara þær í stutt leyfi og einhver svipaður leysir af. Sem er oftast skellur. Flestum fannst Ronn Moss betri Ridge Forester en Thorsten Kaye í Glæstum vonum. Í Gölnu veirunni eru allavega nafnspjöld og tilkynnt um varamenn og skiptingar, annað en í Glæstum þar sem Ridge er allt í einu leikinn af öðrum manni án útskýringa.

Hvort Rögnvaldur er betri Víðir en Víðir er smekksatriði. Ég hefði frekað komið með Rögnvald inn sem launson einhvers. Að Víðir veiktist og Alma varð amma eru stórtíðindi. Þórólfur tók lagið en mér finnst samt vanta einhvern ástarþríhyrning þarna. Það má vera aukaleikari sem tekur það að sér.

Annars er þetta orðið ansi þreytt efni eins og sést á aðalpersónunum sem hafa ekki fengið frí lengi. The show must go on.

Hnyttinn netverji spurði í öngum sínum á Facebook í vikunni hvað RÚV hefði eiginlega keypt margar seríur af „þessu rugli“?

Það minnti mig á vondan samning sem önnur sjónvarpsstöð gerði fyrir löngu. Þegar keyptir voru sjónvarpsþættir til sýninga voru gerðir svokall-aðir „end of life“-samn-ingar sem kváðu á um að stöðin væri skyldug til þess að kaupa allar þáttaraðir af þættinum á meðan hann væri í framleiðslu.

Oft var þetta gott – til dæmis þegar stöðin keypti þætti sem hittu í mark. Þá þurfti ekki sífellt að endursemja og slást við aðra miðla um að ná næstu seríu. Svo voru keyptar þáttaraðir sem neituðu að gefa upp öndina – má þá helst nefna Law and Order: SVU, Bachelor og Survivor.

Sá síðastnefndi reyndist þó hinn hrikalegasti dragbítur og neitaði að gefast upp. Sem er kaldhæðnislegt miðað við innihald og nafn þáttarins. Survivor kostaði himinháar fjárhæðir sem stöðin var skyldug til að greiða en ekki dugði það því í samningnum var einnig tekið fram að það yrði að sýna þættina.

Stundum hlóðust þáttaraðirnar upp því alltaf voru einhverjir vitleysingar til í að sitja við varðelda og plotta í skítugum stuttbuxum.

Ég get ekki annað en hugsað til þess að RÚV sé orðið innikróað í Survivor-samningi. Verði að sýna seríu eftir seríu af raunveruleikasjónvarpi með misgóðum keppendum plotta sama plottið þar til einhver gefst upp og dettur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!