fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Leiðarar

Einmanaleikinn er harður húsbóndi

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 30. desember 2020 19:03

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV – birtist í Völvublaði DV 30 janúar 2020

Það er hefð fyrir því að líta yfir árið rétt áður en því er sópað í næsta ruslapoka með partýleifum gærdagsins – ef partý skyldi kalla. Fólk hefur miklar skoðanir á því ári sem er að líða og kveðja margir árið með lítilli hlýju.

En það var ekki alslæmt, er það?

Að vissu leyti neyddist fólk til að kjarna sig og setja sitt allra nánasta fólk í brennidepil. Vernda sjálft sig til þess að geta verndað aðra. Verða hluti af heild. Axla ábyrgð á eigin hegðun.

Vissulega var hræðsla og streita stór hluti af árinu.

Kvíðablandinn ótti við að kveikja á útvarpinu alla daga klukkan 11 en um leið að finna að það er gott fólk í brúnni. Flestir eru að gera sitt besta.

Íslendingar eru í grunninn góðir í sprettum, það var þetta langhlaup sem reyndi hvað mest á.

Stanslaust samviskubit. Samviskubit yfir því að hitta ekki fólkið sitt, sinna því illa. Samviskubit yfir að hitta það. Samviskubit yfir því að gera of lítið – eða of mikið. Samviskubit yfir því að setja börnin fyrir framan sjónvarpið til þess að ná að skila einhverju vinnuframlagi á meðan allir voru heima sökum smithættu.

Um tíma var sem örmögnun væri víða veruleiki. Fólk brast í grát við minnsta tilefni. Einmanaleikinn er harður húsbóndi.

Nú horfir til betri tíðar með bólusetningu og blóm í haga. Faðmlögum og frjósemi.Það skal þó haft í huga að þó höftum og bönnum sé aflétt þá er ekki allt eins og það var.

Fyrirtæki hafa gefið upp öndina, ástvinir fallið frá og fólk misst vinnuna. Það tekur tíma, þrautseigju og kærleik að byggja upp samfélagið og þá einstaklinga sem eiga við ömurleg eftirköst veirunnar að stríða.

Sálfræðihlutinn hjá mörgu fólki sem veiktist af veirunni situr eftir. Fólk í góðu formi sem hljóp hálfmaraþon fyrir ári er nú í endurhæfingu á Reykjalundi. Óútskýranleg eftirköst hjá fólki á besta aldri. Hræðsla við að verða „ekki ég sjálf aftur“.
Það þurfum við að takast á við sem samfélag.

Það er verið að stífla gatið en svo þarf að gera við, bera á og hlúa að!

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur, og óska ég ykkur öllum mikillar farsældar og gleði á komandi ári. Jafnvel nokkurra gargandi hláturskasta. Því lífið er jú of stutt til að njóta þess ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna fékk Greenwood ekki að snúa aftur til Manchester United

Þess vegna fékk Greenwood ekki að snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

De Gea var klár í að snúa aftur á Old Trafford – Þetta kom í veg fyrir það

De Gea var klár í að snúa aftur á Old Trafford – Þetta kom í veg fyrir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jákvæð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Jákvæð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Listi yfir þá launahæstu á Englandi opinberaður – Manchester áberandi og athyglisverð nöfn koma við sögu

Listi yfir þá launahæstu á Englandi opinberaður – Manchester áberandi og athyglisverð nöfn koma við sögu
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát