fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Dregur úr atvinnuleysi – Nálgast 9 prósent

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí hefur atvinnuleysi minnkað um ríflega 1 prósent og nálgast nú 9 prósent. Í apríl fór það niður í 10,4 prósent úr 11 prósentum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Þetta lítur mjög vel út og það er að fækka mjög mikið á atvinnuleysisskrá. Við eigum von á góðum tölum um mánaðamótin. Betri en við höfðum spáð fyrir um,“ er haft eftir Birnu Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun.

Fram kemur að meðal þess sem hefur haft mest áhrif séu átakið Hefjum störf en rúmlega 900 manns hafa nýtt sér það í maí og einnig hefur fjölgun ferðamanna haft jákvæð áhrif.

Í upphafi maí voru um 20.000 manns á atvinnuleysisskrá en eru nú nálægt 18.000.

Fréttablaðið hefur eftir Birnu að spáin fyrir sumarið sé góð en helsti óvissuþátturinn að hennar mati er hlutabótaleiðin en hún rennur út um mánaðamótin. „Það er óljóst hvort það fólk verði allt ráðið í fullt starf hjá fyrirtækjunum eða einhverjir lendi tímabundið á atvinnuleysisskrá,“ sagði hún.

Í nýrri þjóðhagsspá, sem Íslandsbanki kynnti í vikunni, er spáð 9 prósenta atvinnuleysi á árinu og að hlutfallið verði komið niður í það sem það var fyrir faraldurinn árið 2023. Birna sagðist telja þessa spá frekar svartsýna og að atvinnuleysi muni dragast hraðar saman. „Ég á von á því að hlutfallið verði orðið svipað og fyrir faraldurinn á næsta ári. Atvinnulífið er að breytast og verða bæði fjölbreyttara og sveigjanlegra. Fólk er ekki lengur alltaf í sömu störfunum og árstíðasveiflurnar eru að grynnast,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG