fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fastir pennar

Ivermectin – Finnst fólki í lagi að lyf sem er selt á 400 krónur á Indlandi sé verðlagt á 210 þúsund krónur á Íslandi? 

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 18:56

(F.v.) Jóhannes Loftsson og Helgi Örn Viggósson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson og Helgi Örn Viggósson skrifa:

Jæja, þá er loks búið að leyfa lyfið sem margir telja lækni covid.  Þann 1. október fékk lyfið markaðsleyfi og því mega læknar nú skrifa lyfseðil fyrir Ivermectin á töfluformi. Lyfið sem margir vilja meina hafi stöðvað bylgjuna á Indlandi, þar sem henni lauk um leið og farið var að beita því ásamt öðrum snemm-meðferðum. En af hverju eru smit hér á landi þá áfram að aukast og innlagnir líka?  Virkar lyfið ekki hér?

Ekki er nefnilega allt sem sýnist í “stefnubreytingu” yfirvalda.  Þegar lyfjaverðskrá lyfjastofnunar í nóvember er skoðuð blasir ástæðan við. Hámarks smásöluverð fyrir fjórar 3 mg töflum er 11.298 kr með virðisaukaskatti.  Miðað nýjustu ráðleggingar um snemm-meðferðarskammt fyrir delta afbrigðið kostar ódýrasta meðferð fyrir fullorðinn mann með einkenni 210 þúsund krónur.

Þetta er ekkert smáræði fyrir fyrirbyggjandi meðferð á sjúklingi sem ekki er einu sinni kominn á spítala.  En ef Ivermectin er svo dýrt, af hverju er það notað svo mikið í Indlandi?  Svarið er einfalt.  Ivermectin er hræódýrt, 210 þúsund króna skammturinn myndi ekki kosta nema rúmar 400 krónur í Indlandi.  Í einu Evrópubandalagsríki sem leyfir ivermectin við covid-meðhöndlun er hægt að fá sambærilegan skammt á 1500 krónur beint úr apóteki.

En er Ivermectin að virka eins vel og margir vilja láta?

Sjálfir þekkjum við nú þegar nokkuð af notkun þess í gegnum reynslu vina og kunningja og í öllum tilfellum virðist sem árangurinn hafi verið framar vonum.  Áður en lyfið var leyft á töfluformi þurfti einn félagi okkar að leggjast inn á Landspítalann með covid.  Þar bað hann um að fá lyfið en var neitað. Þegar hann lagðist á spítala sagði hann að læknar hefðu viljað setja hann í öndunarvél en hann neitað. Hann braggaðist samt það fljótt að þegar hann útskrifaðist tjáði læknir honum að hann hefði ekki séð sjúkling jafn illa á sig kominn jafna sig svo fljótt. Það sem læknirinn vissi ekki þá var að á meðan sjúkrahúsvistinni stóð var kunningi okkar í leyni að taka inn ivermectin í kremformi.

Önnur vinkona fékk einnig ivermectin strax eftir að var orðin nokkuð veik. Hún leið strax mikið betur þegar hún fékk fyrsta skammtinn, en versnaði þegar skammturinn kláraðist.  Þegar hún fékk viðbótarskammt leið henni strax aftur betur og náði sér svo alveg fljótt eftir það.

Þó svona reynslusögur í nærumhverfi séu alls ekki sama og rannsóknir ( sem eru forsenda markaðsleyfisins sem gefið var 1. október), er sjaldgæft að þær séu allar á einn veg.  Af þeim tilfellum sem við þekkjum til hefur viðsnúningur orðið hjá þeim covidsjúklingum sem fá lyfið nægjanlega snemma, á meðan sumir þeirra óbólusettu sem ekki komust í lyfið veiktust illa. Þess að auki eru nú gríðarlegar rannsóknir að baki, sem er mjög óvenjulegt fyrir jafn ódýrt lyf sem erfitt er að græða á, þar sem ekkert einkaleyfi gildir enn fyrir það. Hægt er að sjá yfirlit rannsókna á heimasíðunni IVMmeta.com.

Með því að gefa lyfinu markaðsleyfi eru yfirvöld að gefa læknum heimild til að skrifa upp á lyfið við covid.  Heilbrigðisyfirvöld eru að lágmarki að viðurkenna að það kann að bjarga fólki frá covid.  Hinn hraði endir á bylgjunni í Indlandi, þar sem þau ríki sem leyfðu Ivermectin stöðvuðu covid strax og þau ríki sem leyfðu ivermectin síðar þurftu meiri tíma til að ná tökum á faraldrinum segir sína sögu.

Fram að þessu hafa Íslendingar oft litið með velþóknun til þess að hér á landi sé heilbrigðiskerfi sem þjónar jafnt hinum efnuðu og þeim efnaminni. Með því að gefa ivermectin markaðsleyfi, er verið að viðurkenna að það kunni að gagnast við covid og læknum gefin heimild til að skrifa upp á það. En ef svo er?  Hver er ástæðan fyrir því að mismuna fólki svona eftir fjárhag? 500 föld álagning á lyfi sem gæti verið  leiðin út úr kófinu mun leiða bara leiða til þess að aðeins að margir taki of lítinn skammt eða sleppi snemm-meðferðinni á meðan þeir efnameiri hafa meiri aðgang að lyfinu. Rannsóknir hafa sýnt að meðferðir á sjúklingum snemma, áður en þeir veikjast mikið geta dregið úr spítalainnlögn 80-90%.  Að yfirvöld séu að leggja stein í götu Íslendinga með slíku okri á sama tíma og samfélagið sé enn og aftur sett í gíslingu vanbúins Landsspítala, er glæpur gegn íslenskri þjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
12.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo