fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Eyjan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV birti í gær Orðið á götunni þar sem fjallað var um stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem nýlega bar snaggaralega og óvænt sigurorð af frambjóðanda flokkseigenda í formannskjöri í flokknum. Guðrúnu var hrósað fyrir að hafa gengið til þess verks að skipta um framkvæmdastjóra flokksins. Bent var á að ekkert væri í sjálfu sér út á fyrrum framkvæmdastjóra flokksins að setja en engu að síður mikilvægt fyrir nýjan formann að breyta til og setja trúnaðarmann sinn í lykilstöðu. Um þetta er varla unnt að deila.

Orðið á götunni er að þessar mannabreytingar hafi ekki farið alveg hljóðlega fram. Fráfarandi framkvæmdastjóri vildi ekki hætta og því þurfti að segja honum upp. Samkomulag tókst um frásögn sem sýndi friðsamlega brottför. En í þingflokki Sjálfstæðisflokksins voru margir óánægðir með þessa ákvörðun. Meira stóð hins vegar til. Guðrún Hafsteinsdóttir ætlaði að gera hið óhjákvæmilega og augljósa að skipta um formann þingflokksins því að það er útbreidd skoðun að Hildur Sverrisdóttir ráði engan veginn við hlutverk sitt og hafi skaðað flokkinn í vetur með frekar veikum og ómarkvissum málflutningi í þinginu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum í Valhöll en það er þingflokkurinn sem tekur ákvörðun um stjórn hans, formann og aðra. Þegar kom að því að gera breytingar gekk formaður Sjálfstæðisflokksins á vegg í eigin þingflokki. Meirihluti þingflokksins var á móti því að setja Hildi af og Guðrún Hafsteinsdóttir gat ekki komið áformum sínum í gegn. Alla vega ekki í þessari umferð. Þetta er óvenjuleg og ákaflega veik staða fyrir formann Sjálfstæðisflokksins.

Orðið á götunni er að þingflokkurinn sé þríklofinn – rétt eins og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna er þríklofinn og óstjórntækur. Þingflokkurinn er nú skipaður 14 þingmönnum sem er hið minnsta sem um getur frá því þingmönnum var fjölgað í 63. Á síðasta kjörtímabili var þetta 17 manna þingflokkur. Viðfangsefni þingflokksins er mikið um þessar mundir þar sem flokkurinn þarf að reyna að fóta sig í stjórnarandstöðu eftir 12 ára samfellda valdasetu. Margir telja að flokkurinn kunni illa að lifa án valda á Íslandi. Verkefnið er því stórt og brýnt.

Orðið á götunni er að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skiptist nú þannig að í liði Guðrúnar séu, auk hennar, Guðlaugur Þór, Diljá Mist, Ólafur Adolfsson og Njáll Trausti en í liði andstæðinga Guðrúnar séu Áslaug Arna, Hildur Sverrisdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Ziemsen, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Talið er að þriðji hópurinn séu þau tvö sem eru tvístígandi og eigi erfitt með að taka ákveðna afstöðu með öðrum hvorum hópnum, Vilhjálmur Árnason og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Með öðrum orðum: Þessir 14 þingmenn skiptast í þrennt. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Margt vekur athygli varðandi þetta:

Það eru tíðindi að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki tök á þingflokki sínum en það hefur gerst áður í flokknum með miklum og slæmum afleiðingum. Það eru einnig mikil tíðindi að varaformaður flokksins standi ekki með formanninum innan þingflokksins. Loks eru það alvarleg tíðindi fyrir flokkinn að þeir sem töpuðu í formannskjöri fyrir rúmum mánuði séu svo litlir í sér að geta ekki tekið ósigri og staðið með sigurvegaranum, formanni flokksins. Þeir sem þekkja til telja að það sé borin von að fá Áslaugu Örnu og Jón Gunnarsson til að sýna nægan þroska til að virða nýjan formann og styðja hann í erfiðri baráttu í stjórnarandstöðu gegn vinsælli ríkisstjórn.

Orðið á götunni er að nú rifjist upp átakahefð í Sjálfstæðisflokknum sem hefur skaðað hann ómælt á liðnum áratugum. Þegar Geir Hallgrímsson var formaður flokksins og Gunnar Thoroddsen varaformaður var aldrei friður í flokknum og takmörkuð samstaða milli þeirra. Það endaði með því að Gunnar myndaði ríkisstjórn fram hjá flokknum og varð forsætisráðherra. Þegar Þorsteinn Pálsson var formaður Sjálfstæðisflokksins gerðust þau undur að varaformaður flokksins, Davíð Oddsson, bauð sig fyrirvaralítið fram gegn honum á landsfundi og vann nauman sigur í formannskosningu. Við það byrjaði flokkurinn að liðast í sundur með þekktum afleiðingum.

Orðið á götunni er að margir fylgist nú spenntir með því hvort Sjálfstæðismenn hafi lært af sögunni? Mun sagan endurtaka sig þegar þessi litli þingflokkur getur ekki einu sinni staðið saman?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .