fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Eyjan

Bananalýðveldi í Kópavogi út af einræðistilburðum Ásdísar – „Tók sér vald sem hún hefur ekki“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, telur að Kópavogur sé orðinn að bananalýðveldi, en það er hugtak sem er stundum notað til að ýja að spillingu ráðamanna. Þessa afstöðu Sigurbjargar má lesa úr færslu sem hún birti á Facebook í dag, þó hún segi það ekki berum orðum. Hún birtir nefnilega skopstælingu af skjaldmerki Kópavogs þar sem merki bæjarins hefur fengið að víkja fyrir banana.

Sigurbjörg bendir á meinta grafalvarlega framkomu Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra. Hún hafi tekið sér vald sem hún ekki hefur. Þann 27. mars hafi verið samþykkt á fundi bæjarráðs að vísa hagræðingartillögum bæjarstjóra ásamt tillögum minnihlutans til nánari útfærslu hjá skrifstofu áhættu- og fjárstýringar. Ásdís hafi svo í framhaldinu komið í veg fyrir að tillögur minnihlutans yrðu útfærðar hjá skrifstofunni. Þess í stað skilaði Ásdís inn minnisblaði þar sem hún hafnaði tillögum minnihlutans, en ein þeirra var sú að Ásdís tæki á sig sömu lækkun heildarlauna og hún lagði til að aðrir bæjarfulltrúar taki. Ásdís hafi gert þetta upp á sitt eindæmi og án þess að nokkur hefði kallað eftir slíku minnisblaði eða yfirhöfuð veitt henni umboð til að stöðva málsmeðferð hvað tillögur minnihlutans varðar með þessum hætti. Þegar hafði málsmeðferð verið ákveðin í bæjarráði og Ásdís hafi því tekið fram fyrir hendur bæjarráðs án þess að hafa nokkra heimild til slíks.

Sigurbjörg segir að þegar bæjarstjóri fái sjálfur að ákveða hvaða samþykktir bæjarráðs fá að halda áfram, og samtímis að hafna tillögum sem varða hans eigin kjör, þá sé verið að kæfa lýðræðislega málsmeðferð. Sigurbjörg ætlar að taka málið upp á vettvangi forsætisnefndar.

Valdastéttin ver sig

Færsla Sigurbjargar er eftirfarandi:

„Það er grafalvarlegt þegar bæjarstjóri grípur inn í málsmeðferð á hátt sem gengur þvert á það sem henni er ætlað samkvæmt bæði ráðningarsamningi og sveitarstjórnarlögum.
Á bæjarstjórnarfundi í dag munum við greiða atkvæði um hagræðingartillögur bæjarstjóra sem hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Á fundi bæjarráðs 27. mars var samþykkt að vísa bæði tillögum bæjarstjóra og tillögum minnihlutans til nánari útfærslu hjá skrifstofu áhættu- og fjárstýringar.

Þá gerðist það hins vegar að bæjarstjóri tók sér vald sem hún hefur ekki: Hún hrifsaði tillögur minnihlutans til sín, kom í veg fyrir að skrifstofan útfærði þær, og skilaði þess í stað inn eigin minnisblaði þar sem hún hafnaði þeim, en tillögur minnihlutans fólu meðal annars í sér að bæjarstjóri tæki á sig sömu lækkun heildarlauna og aðrir bæjarfulltrúar. Þetta gerði hún án þess að nokkur hefði kallað eftir áliti hennar eða veitt henni umboð til að stöðva málsmeðferð sem þegar hafði verið ákveðin í bæjarráði.

Þegar bæjarstjóri ákveður hvaða samþykktir bæjarráðs fá að fara áfram, og hafnar síðan tillögum sem snerta hennar eigin kjör, er ljóst að valdastéttin er farin að verja sjálfa sig með því að kæfa lýðræðislega samþykktar tillögur minnihlutans.

Slíkt er ekki aðeins ófaglegt heldur brýtur gegn grundvallarreglum um málsmeðferð og verkaskiptingu í stjórnsýslu. Bæjarráð tók formlega stjórnsýsluákvörðun um að fara með allar tillögurnar í áframhaldandi vinnslu – bæjarstjóri hefur hvorki vald né heimild til að vefengja eða stöðva slíka ákvörðun.

Þetta snýst ekki um persónur – þetta snýst um lýðræði og lögmæti. Um virðingu fyrir samþykktum kjörinna fulltrúa og ábyrgð embættismanna á að fylgja þeim eftir, ekki að grafa undan þeim.
Ég mun taka þetta mál upp á vettvangi forsætisnefndar – því það er hlutverk nefndarinnar að fjalla um stjórnsýsluleg álitamál og tryggja að málsmeðferð í nefndum og stjórnsýslu Kópavogs sé í samræmi við lög og góða stjórnarhætti.“

Áður hefur komið fram að Ásdís hefur lagt til að laun bæjarfulltrúa lækki um 10 prósent. Ásdís er bæjarfulltrúi en á sama tíma er hún bæjarstjóri í fullu starfi. Þar með mun 10 prósent launalækkun bitna minna á henni en öðrum. Hennar heildarlaun frá Kópavogsbæ muni í reynd aðeins lækka um 1,8 prósent.

Sjá einnig: Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .