Þetta sagði hann þegar hann ávarpaði námsfólk í New York á fimmtudaginn. Hann sagði að allir verði að leggja sitt af mörkum til að halda þeim réttindum sem þeir hafa og til að tryggja að lög og reglur ráði för í samfélaginu.
„Það er ekki nóg að segja að þú hafir einhverja ákveðna skoðun. Það getur verið að þú verðir að gera eitthvað,“ sagði Obama sem nefndi Donald Trump ekki á nafn í ræðu sinni.
„Í Bandaríkjunum á ég að geta stutt stjórnmálamann án þess að lögreglan áreiti mig og ég á ekki að þurfa að múta einhverjum til að geta stofnað fyrirtæki,“ sagði forsetinn fyrrverandi einnig.