fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Eyjan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 06:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem er að gerast í Bandaríkjunum (BNA) um þessar mundir er ekki aðeins undarlegt, heldur einstakt, nánast ótrúlegt, þar er kominn til valda, með lýðræðislegri kosningu, maður sem varla getur talizt með fullu ráði og rænu, er augljóslega líka haldinn stórmennskubrjálæði og einkennast athafnir hans og framganga öll af því. Manni verður helzt hugsað til Mussolinis og Hitlers.

Þrátt fyrir skýlausar skuldbindingar um að BNA skuli verja öll önnur NATO ríki, Grænland og Danmörk auðvitað meðtalin, tryggja frelsi þeirra og sjálfstæði, hótar forsetinn sjálfur að leggja Grænland undir BNA, líka með valdi ef þörf krefur. Ekki er hægt að ganga harðar gegn loforðum sínum og skuldbindingum, svíkja meir. Trúverðugleiki og siðsemi á núlli.

Í eðli sínu er það sem hér er að gerast miklu meira siðleysi og brot, verri svik, allt miklu brútalla en innrás Pútíns í Úkraínu, sem auðvitað var og er nógu slæm og allir fordæma og standa hart gegn.

Viðbrögð við yfirgangi og svikum Trump eru hins vegar þau undarlegustu. Danir kunna ekki við tóninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra segist enn treysta BNA – já, undir stjórn Trump – til að tryggja frelsi, sjálfstæði og varnir Íslands. 

Er þetta eitthvert grín eða vantar hér heila brú í þetta annars ágæta fólk? Vonandi hefur hræðsla og undirlægjuhátturinn ekki tekið völd meðal þeirra. Reyndar eru þau ekki ein um undirgefni eða þýlindi við Trump. Keir Starmer virðist ætla að feta beint í fótspor Neville Chamberlain, sem taldi „appeasement policy“, sáttastefnu, góða leið í samskiptum við Hitler, og fór svo kylliflatur á því. Hætt er við að Starmer og aðrir þeir sem telja þá stefnu góða, líka okkar kæru landskonur, fari illa á því. Sömu leið og Chamberlain.

Ég nefndi Hitler hér að ofan. Ýmislegt er nú að þróast í BNA eins og gerðist eftir að Hitler tók völdin í Þýzkalandi.

Meðal annars hefur það verið í fréttum að tyrkneskur doktorsnemi, stúlka sem stundar nám við amerískan háskóla, hafi verið handtekin á götum úti þar sem hún var á gangi á leið í kvöldverðarboð. Að handtökunni stóðu óeinkennisklæddir, líka grímuklæddir, menn sem sögðust vera lögreglumenn. Var doktorsneminn færð í ómerkta bifreið með valdi, ekki fór hún sjálfviljug, og ekið með hana á brott. Seinna kom í ljós að stúlkan hafði verið flutt í sérstakar fangabúðir fyrir óæskilega aktivista í 2.000 kílómetra fjarlægð.

Hver var svo glæpur þessa tyrkneska doktorsnema, hverjar voru sakir stúlkunnar? Eftir því sem bezt verður séð voru sakirnar þær að hún hafði staðið með Palestínumönnum í Gazastríðinu og gagnrýnt Ísraelsmenn, m.a. með því að skrifa undir yfirlýsingu þar um ásamt öðrum námsmönnum.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var svo spurður um þessa handtöku og nauðungarflutning þessarar ungu baráttukonu, sem hafði unnið sér það eitt til saka að hafa eigin stjórnmálaskoðun og berjast fyrir henni, og svaraði Rubio því til að það væri rétt, það væri verið að elta uppi fólk sem væri að grafa undan „heilbrigðri og eðlilegri skoðanamyndun“ (réttum skoðunum skv. Trump) í Bandaríkjunum og að það væri búið að ná um 300 af þessum „brjálæðingum“, eins og hann orðaði það. „Lunatics“.

Hann bætti því svo við að yfirvöld og lögregla væru líka að eltast við glæpagengi. Fyrir honum voru þessir tveir ólíku hópar greinilega nokkurn veginn samskonar, alla vega sambærilegir.

Ekki skal hér fullyrt að nýtt Gestapo, amerísk útgáfa, sé í uppsiglingu í Bandaríkjunum en margt er þar að þróast með svipuðum hætti og var í Þýzkalandi eftir að Hitler komst þar til valda 1933.

Eru vaxandi tilvik í gangi um yfirgang, réttindasviptingar og ofbeldi stjórnvalda gagnvart minnihlutahópum og annarsþenkjandi og virðist frelsi til orðs og æðis, almenn mannréttindi, eiga í vök að verjast.

Út á við sýnir Trump-stjórnin ekki aðeins af sér yfirgangs- og ofbeldishneigð, vanvirðingu við samninga, skuldbindingar og alþjóðlegar samþykktir, líka við alþjóðalög, heldur líka áfergju og græðgi, t.a.m. gagnvart Úkraínumönnum, þar sem þeir vilja hirða, eða alla vega fleyta rjómann ofan af þeirra helztu auðlindum – en Úkraínumenn kalla nú þá nálgun „ránstilraun“ – líka gagnvart Mexíkó og Kanada þar sem Trump riftir fyrirvaralaust USMCA-viðskiptasamningnum sem ríkin þrjú gerðu með sér 2020 og átti í grunninn að gilda til 2036.

Jafnt raunarlegt og það er eru Bandaríkin, undir stjórn Trumps, fyrir mér að verða hættulegasta, gráðugasta og siðlausasta ríki heims.

Forsætisráðherra sagði þetta á RÚV nýlega:

Já, við getum treyst Bandaríkjunum áfram. Það er mjög mikilvægt, að við getum treyst Bandaríkjunum áfram. Þetta hefur verið mjög farsælt varnarsamstarf …“

Það er varla hægt trúa þessu tali forsætisráðherra, að það sé alvarlega meint. Heldur ekki tali utanríkisráðherra um „áherzlubreytingar“ í utanríkisstefnu BNA.

Í öllu falli væri það gott fyrir þessar ágætu konur báðar – og þá um leið fyrir öryggi og velferð okkar Íslendinga – að þær og ríkisstjórnin öll fari að hugsa þessi mál og þessa afstöðu upp á nýtt og opna augun fyrir því að við eigum hvergi heima nema í Evrópu, í náinni samvinnu og fullum tengslum við okkar bræðra- og systraþjóðir þar, aðildarríki ESB, en þar virðist nú standa síðasta vígi lýðræðis og frelsis, til orðs og æðis, og vernd þess, í heiminum.

Taka þarf skrefið til þjóðaratkvæðis um óskuldbindandi framhalds-samninga við ESB eins fljótt og verða má, helzt í haust!

Höfundur er samfélagsrýnir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“