fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Eyjan
Laugardaginn 5. apríl 2025 06:00

Megas, Magnús Þór Jónsson. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt áhrifamesta skáld samtímans, Megas fagnar áttræðisafmæli sínu næstkomandi þriðjudag, 7. apríl. Ég kynntist verkum skáldsins fyrst í menntaskóla en síðan árið 1972 þegar fyrsta platan kom út. Hún vakti mikla athygli enda var slegið á nýjan streng. Textarnir voru fyndnir, frábærlega ortir og yrkisefnin nýstárleg. Megas orti ekki um ástir og drauma sveitapiltsins eins og þá var í tísku heldur sá Jón Sigurðsson, Jónas og Jón Arason í nýju ljósi. Forsvarsmenn menningar og tónlistar hjá RÚV voru ekki sáttir við þennan kveðskap enda var platan lítið spiluð og sum lögin fóru í langt bann.

Á næstu árum fylgdu fjölmargar plötur aðdáendum skáldsins til mikillar gleði en öðrum til hneykslunar. Megas var eins konar „enfant terrible“ í íslenskum menningarheimi. Hann hagaði sér á engan hátt eins og ráðsettum tónlistarmanni sæmdi heldur storkaði samfélaginu í sífellu með framferði sínu og textum. Fæstir efuðust þó um sköpunargáfu hans og snilld. Lagið um tvær stjörnur var valið besta dægurlag liðinnar aldarinnar og verkið Á bleikum náttkjólum, plata aldarinnar. Kvæðabók Megasar seldist upp fyrir jólin 2012 og fengu færri en vildu.

Á síðustu árum hefur verið hljótt um skáldið. Fjölmiðill rifjaði upp gamalt mál og málaði skáldið í biksvörtum litum. Þá kom í ljós að margir höfðu gegnum árin hneykslast á skáldinu og afneituðu nú Megasi endanlega. Alls konar fólk tók þátt í grjótkastinu í nafni frjálslyndis og víðsýni.

Í þessu tiltekna máli talaði enginn um tíðarandinn á þessum tíma. Ekki nokkur maður bað þann sem syndlausan væri að kasta fyrsta steininum eins og gert var á dögunum þegar gamalt vandræðamál var dregið fram í dagsljósið. Sumir þingmenn vildu meira að segja svipta hann lífsbjörginni og heiðurslaunum listamanna. Velunnurum Megasar á þingi tókst að koma í veg fyrir þann skelfilega gjörning. Á seinni árum hefur heilsan bilað en hugurinn er skarpur sem fyrr. Vonandi sýnir Rúv frábæra kvikmynd Spessa um skáldið, í tilefni afmælisins og vottar þessu öndvegisskáldi þjóðarinnar viðeigandi virðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Unglingar frömdu rán
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
22.03.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas
EyjanFastir pennar
21.03.2025

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan