fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Eyjan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að flýta eigi þjóðaratkvæðagreiðslunni um framhald aðildarviðræðna við ESB og láta hana fara fram helst á þessu ári.

Í desember fannst mér hyggilegt að gefa drjúgan tíma til kosningabaráttunnar vegna þess að reynslan annarra landa sýnir að talsmenn óbreytts ástands hafa alla jafnan nokkurt forskot í þjóðaratkvæðagreiðslum.

En í ljósi gjörbreyttra aðstæðna er spurning hvort ábyrg ríkisstjórn getur leyft sér að láta átökin um þessa ákvörðun standa í langan tíma.

Þetta skrifar Þorsteinn Pálsson af kögunarhóli á Eyjunni í dag.

Hann bendir á að ný ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi hreinlega snúið heimsmyndinni á hvolf. „Staða Norðurlanda eins og annarra Evrópuþjóða gagnvart Bandaríkjunum er nú miklu meiri óvissu háð en í desember svo ekki sé dýpra í árinni tekið.“

Þorsteinn nefnir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafi bent á það á fundi hjá Alþjóðamálastofnun á dögunum að í ljósi alls þess sem gerst hefur í heiminum frá því í janúar væri heil eilífð fram til ársins 2027, þegar kjós á um framhald aðildarviðræðna Íslands að ESB í síðasta lagi, samkvæmt stjórnarsáttmálanum.

Þá hefur Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar sett fram vel rökstudd sjónarmið um að óráðlegt sé að verja svo löngum tíma í kosningabaráttuna eins og málum er komið.

Sjónarmið af þessu tagi hafa þannig komið frá áhrifafólki úr flokkum, sem bæði hafa verið með og á móti Evrópusambandsaðild.“

Þorsteinn segir Ísland verða að tryggja pólitíska stöðu sína í alþjóðasamfélaginu betur, rétt eins og önnur Norðurlönd og aðrar Evrópuþjóðir.

Staðan hafi breyst gríðarlega á skömmum tíma og nú verði að bregðast við hraðar en áður var talið nauðsynlegt.

Nú ríki óvissa um vegferð Íslands og henni þurfi að eyða. Stóra próf allra ríkisstjórna sé hvernig þær bregðist við nýjum aðstæðum og breyttum forsendum.

Þorsteinn gefur lítið fyrir þau rök að vegna þess að ágreiningur sé um málið muni það sundra þjóðinni og því eigi ekki að taka það á dagskrá.

Þegar búið er að taka ákvörðun um þjóðaratkvæði á þetta sjónarmið ekki við lengur. Það er ágreiningur. Hann verður til staðar þangað til þjóðin fær tækifæri til þess að taka af skarið.

Það var ágreiningur um inngönguna í NATO, líka um aðildina að EFTA og ekki síður um EES. Eftir á varð hins vegar víðtæk samstaða um þessar ákvarðanir. Fáir efast um gildi þeirra í dag. Í reynd hafa þær eflt einingu þjóðarinnar.“

Hann bendir á að það var ágreiningur um aðildarumsóknina á sínum tíma. Þegar ákveðið var að stinga umsókninni ofan í skúffu hafi síðan orðið enn meiri deilur.

Hvort tveggja sýnir að lýðræðisleg nauðsyn sé á því að gefa þjóðinni kost á að afgreiða málið.

Sextán árum eftir að umsóknin var lögð fram sé staðan sú að þeir sem vilja óbreytt ástand ráði för. Enginn viti þó með vissu hvort þeir eru í meirihluta eða minnihluta. Úr því fáist ekki skorið nema með þjóðaratkvæði.

Mín niðurstaða er sú að hyggilegt sé að gefa eftir það taktíska sjónarmið að aðildarsinnar fái lengri tíma til að vega upp á móti því forskoti sem óbreytt ástand hefur oftast í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Það eru einfaldlega ríkari heildarhagsmunir að láta ákvörðunina ekki hanga mikið lengur í lausu lofti. Segi þjóðin nei þarf að hugsa önnur ráð skjótt. Enginn hefur þó kynnt annan raunhæfan kost í stöðunni.

Trúlega er best að þjóðaratkvæðið verði á síðasta fjórðungi þessa árs eða á fyrsta fjórðungi næsta árs.“

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““