fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Eyjan

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Eyjan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 10:00

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Pírata í Kópa­vogi,  er launahæsti bæjarfulltrúi sveitarfélagsins. Á síðasti ári var hún með 16.852.320 krón­ur í laun setu í bæj­ar­stjórn og hinum ýmsu ráðum og nefnd­um. Mbl.is greindi fyrst frá en upplýsingarnar koma fram í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs Kópavogs.

Heildarlaun bæjarfulltrúa í Kópavogi árið 2024

 

Vekur nokkra athygli að bæjarfulltrúi í minnihlutanum sé með hæstu launin en það helgast af því að auk bæjarstjórnar situr Sigurbjörg Erla í bæjarráði, menntaráði, skipulagsráði, velferðarráði, öldungarráði og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Hér má sjá nánari upplýsingar um laun bæjarfulltrúa og hvað greitt er fyrir setu í hverri nefnd og ráði.

Meðallaun­in hjá bæj­ar­full­trú­un­um voru hátt í 11 millj­ón­ir króna á ári. Eins og sjá var Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, launalægsti bæjarfulltrúinn en rétt er að benda á að auki er hún með ráðningasamning við Kópavogsbæ sem bæjarstjóri.

Talsverður styr hefur staðið um launakjör bæjarfulltrúa síðustu vikur. Í byrjun apríl var samþykkt sú hagræðingartillaga meirihlutans að lækka laun bæjarfulltrúa um 10 prósent á línuna og gagnrýndi minnihlutinn það harðlega að sú lækkun yrði aðeins tekin af bæjarstjórnarlaunum Ásdísar en ekki ráðningasamningi hennar sem bæjarfulltrúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Það er í lagi að gera mistök – lærum af þeim og gerum betur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Það er í lagi að gera mistök – lærum af þeim og gerum betur