Kalifornía hefur afgerandi efnahagslega þýðingu fyrir Bandaríkin því hagkerfi ríkisins er svo stórt að ef það myndi segja skilið við Bandaríkin væri hagkerfi þess það fimmta stærsta í heiminum.
Kalifornía er stórútflytjandi á vörum og þjónustu, til dæmis Apple og Facebook og því hefur tollastríðið mjög alvarleg áhrif á tekjur ríkisins.
Gavin Newsom, Demókrati og ríkisstjóri, hafði áður sagt að ríkið myndi höfða mál á hendur stjórn Trump og því kemur málshöfðunin ekki á óvart.
En það eru ekki bara tollamálin sem liggja að baki málshöfðuninni, annar leikur er í gangi baksviðs. Newson hefur í hyggju að sækjast eftir að verða næsti forsetaframbjóðandi Demókrata og málshöfðunin er gott tækifæri til að komast í kastljós fjölmiðla.
En auðvitað telur Kalifornía mögulegt að málshöfðunin muni skila einhverju en hverju, það er erfitt að segja til um.