fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Eyjan
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grátkór gjafakvótahafa og talsmanna þeirra hækkar raust sína dag frá degi. Í Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu má lesa hvern dómsdagsspádóminn á fætur öðrum. Samviskusamlega birtir málgagn gjafakvótaþega og Sjálfstæðisflokksins tilkynningar frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi og pólitískum bandingjum þeirra þar sem fullyrt er að leiðrétting á veiðileyfagjaldi útgerðarinnar muni hafa alvarleg áhrif á stöðu fyrirtækjanna og jafnvel heilu sveitarfélaganna.

Orðið á götunni er að þessu vælusöngur hafi verið fyrirsjáanlegur. Gjafakvótaþegarnir hafi ávallt varið sérréttindi sín með kjafti og klóm og haldi m.a. úti Morgunblaðinu beinlínis í þeim tilgangi að verja sérréttindin í sjávarútveginum og tryggja forgjöf annars staðar í viðskiptalífinu, en sem kunnugt er hafa sægreifar notað umframhagnaðinn í sjávarútvegi til að kaupa upp stór og stöndug fyrirtæki í öðrum greinum atvinnulífsins fyrir tugi og hundruð milljarða á undanförnum árum.

Nú ganga forstjórar stórra sjávarútvegsfyrirtækja fram og fullyrða að sjávarútvegurinn fjárfesti nánast ekkert í óskyldum greinum en gríðarlega mikið í endurnýjun skipa og tækjabúnaðar. Má jafnvel skilja þá svo að eigendur útgerðanna leggi sjálfir til milljarða í þá endurnýjun vegna þess að afkoman í útgerðinni sé svo dapurlega léleg. Nánast ekkert sé fjárfest utan greinarinnar, en þegar einhverju smáræði sé veitt í það sé það til að styðja við nærsamfélagið í sjávarplássunum.

Sjá: Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni er að svona barlómur sé ekkert annað en skipulagður áróður til að villa fólki sýn. Það séu nefnilega ekki sjálf sjávarútvegsfyrirtækin sem séu að kaupa upp Ísland heldur eigendur þeirra, sem noti arðgreiðslur frá sjávarútvegsfyrirtækjunum til að kaupa upp helstu fyrirtæki í óskyldum atvinnugreinum. Hinn gríðarlegi umframhagnaður, sem verður til í sjávarútveginum vegna gjafakvótans, er þannig sá grunnur sem gerir sægreifunum kleift að greiða sér allan þennan arð.

Orðið á götunni er að jafn villandi sé þegar hagsmunasamtök sjávarútvegsins segi arðgreiðsluhlutfall sjávarútvegsfyrirtækja vera lægra en arðgreiðsluhlutfall í öðrum greinum án þess að greina frá því að hagnaðarhlutfallið í sjávarútveginum er nær þrefalt á við það sem þekkist í öðrum atvinnugreinum. Það sé því engin tilviljun að það eru eigendur helstu sjávarútvegsfyrirtækjanna (sjálfir sægreifarnir) sem eru orðnir ráðandi í heildsölu og smásölu, auk hvers kyns framleiðslu og þjónustu, m.a. trygginga- og fjármálaþjónustu hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna