fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Eyjan

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Eyjan
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að taka utan um börn sem þurfa og veita þeim þá þjónustu sem þarf til að þau geti útskrifast út í lífið og orðið nýtir þjóðfélagsþegnar snýst ekki bara um að spara fjármagn í heilbrigðis- og örorkukerfinu síðar. Það snýst líka um að afstýra þeim erfiðleikum og þeirri angist sem getur hlotist af því fyrir börnin og fjölskyldur þeirra að þau bíði eins konar skipbrot í lífinu ung að árum. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. Hann segist þakklátur þeim sem komu honum til varnar og bentu á það sem skiptir máli er hann hlaut gagnrýni fyrir ræðu sem hann flutti á ensku.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Guðmundur Ingi - 5

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00
03:17

Eyjan - Guðmundur Ingi - 5

„Ég er alveg sammála því og ég er þakklátur fyrir þá sem brugðust mér til varnar. Mér finnst það sýna að þjóðin skilur það að fólk geri mistök, að það sé bara mannlegt að gera mistök og við eigum ekki að rífa fólk niður fyrir það. Við verðum að fara að sýna meiri þolinmæði og meiri samúð með hvert öðru þannig að við getum bætt þjóðfélagið. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hugsaði ekkert út það eftir þetta hver viðbrögðin yrðu en þegar ég sá þau varð ég innilega þakklátur,“ segir Guðmundur Ingi.

Mér finnst það skipta máli og ég heyri það hér í okkar spjalli að þú ert að gera góða hluti. Þú tekur við góðum hlutum frá Ásthildi Lóu, ríkisstjórnin er sú sama, stefnan er sú sama, og þú tekur þetta kefli og hleypur með það.

„Ég var byrjaður inni í þingi, ég er varaformaður flokksins, ég var þingflokksformaður flokksins og formaður velferðarnefndar, ég hef verið í sjö- ár í velferðarnefnd. Ég hef verið í velferðarnefnd Norðurlandaráðs í sex ár þannig að ég þekki inn á þetta og mennta-, barna- og íþróttamálin, þetta eru ekkert annað en velferðarmál, þannig að ég er bara aðeins til hliðar við þessi venjulegu velferðarmál og ég brenn fyrir þeim.“

Guðmundur Ingi segir grunnáherslu hjá Flokki fólksins að verja börn og núna sé hann kominn í þá aðstöðu að geta virkilega látið til sín taka og hjálpað til við að sjá til þess að ekkert barn verði skilið eftir út undan í menntakerfinu, íþróttum eða eiginlega hvar sem er.

„Við eigum að sjá til þess og við höfum metnað til þess að taka utan um öll börn. Það skiptir okkur svo miklu máli fyrir framtíðina, við verðum að átta okkur á því að eitt barn sem dettur út úr kerfinu vegna þess að það getur ekki lesið eða af einhverjum öðrum orsökum, það getur verið fjölskylduharmleikur sem verður úr því. Oft hefur verið bent á að það þarf kannski að setja eina krónu í eitthvert verkefni en ef þú gerir það ekki getur þurft að borga 20-30 krónur í framtíðinni, eða 20-30 sinnum meira. Eins og ég sagði einhvern tímann þá er eitt barn á bið eftir þjónustu er einu barni of mikið. Ef þú ert með barn sem er sjö ára og ætlar að láta það bíða í tvö ár eftir einhverri þjónustu þá geturðu verið að eyðileggja framtíð þessa barns og hvað þýðir það? Eigum við að taka það inn í heilbrigðiskerfið, eigum við að taka það inn í örorkukerfið? Þetta snýst ekki bara um kostnaði heldur líka þá angist og þá erfiðleika sem viðkomandi barn á eftir að glíma við og jafnvel fjölskylda þess þegar það er orðið eldra.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
Hide picture