fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Eyjan

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Eyjan
Laugardaginn 12. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má aldrei gerast hjá okkur að fátækt komi í veg fyrir að börn geti notið þeirrar menntunar sem þau eiga rétt á. Gjaldfrjáls námsgögn eru á döfinni og munu stuðla að jafnrétti. Nýtt námsmatskerfi mun hafa upplýsingar um framgang barna í námi fyrir skólann, börnin og foreldra. Ýmsir vilja taka aftur upp gömlu samræmdu prófin en Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, telur þau tímaskekkju. Guðmundur Ingi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar:

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Guðmundur Ingi - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Guðmundur Ingi - 2

„Það á alls ekki að fara aftur í fortíðina vegna þess að fortíðin er búin. Við verðum að horfa til framtíðar. Staðan í menntamálum og öðru, kröfurnar eru bara allt aðrar en þær voru áður. Eins og ég hef alltaf sagt eigum við að hugsa um börnin fyrst, ekki hvað okkur fullorðna fólkinu finnst þægilegt heldur hvað er best fyrir barnið og hvernig það virkar fyrir barnið að fylgjast með því frá upphafi til enda, til þess að vita nákvæmlega hvað er að gerast og geta alltaf gripið inn í,“ segir Guðmundur Ingi.

Eitt af því sem skiptir máli í þessu er að það sé jafnrétti til náms, jöfn aðstaða, óháð efnahagslegum aðstæðum og ýmsum öðrum. Auðvitað er aldrei hægt að hafa fullkomið jafnræði, en þú ert með í bígerð að gera námsgögn gjaldfrjáls.

„Já, það er eitt af þeim málum sem er mjög mikilvægt, sérstaklega upp á börn sem eru í fátækt og Flokkur fólksins var stofnaður til að útrýma fátækt barna. Það er dálítið merkilegt, en á þessari ráðstefnu, fyrstu ráðstefnunni sem ég dett inn í, nýorðinn mennta- og barnamálaráðherra, í Laugardalshöll. Þarna eru 25 menntamálaráðherrar alls staðar að úr heiminum og kennarar, þetta var um 200 manna ráðstefna, og þarna hitti ég kollega minn frá Bretlandi sem sagði mér einmitt að þau eru að fara í svakalegt átak vegna þess að þau eru búin að átta sig á því að fátækt er að valda því að það er að gliðna á milli þeirra fátæku til að ná sér í menntun og þeirra ríku.“

Guðmundur Ingi segir það ekki mega gerast hjá okkur að barn fái ekki nákvæmlega þá menntun og það á skilið og rétt á vegna fátæktar foreldra. Stefnan sé að allir geti þróað sína hæfileika og nýtt þá. „Þess vegna erum við núna að kortleggja nýtt kerfi sem á að halda utan um barnið og foreldrar geta líka fengið að fylgjast með. Þau geta komið og séð framfarir barnsins og fengið upplýsingar. Það þarf að tengja mjög vel milli barnsins og foreldranna þannig að allir séu upplýstir um það hver staðan er.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Hide picture