New York Post skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í bókinni „Fight: Inside the Wildest Battle for the White House“.
Í bókinni segir meðal annars: „Obama var harðákveðinn í að Biden ætti ekki að halda áfram og hann vildi heldur ekki að Kamala Harris tæki við af Biden.“
Obama vildi láta efna til opinnar samkeppni um hver yrði forsetaframbjóðandi í staðinn fyrir að útnefna Harris sem frambjóðanda.
Í samtali við MSNBC sagði bókarhöfundurinn að Obama hafi virkilega unnið gegn Harris, því hann hafi ekki talið hana besta kostinn fyrir Demókrata.
Segir bókarhöfundurinn að Obama hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við framboð Harris daginn sem Biden dró framboð sitt til baka.
Obama hefur ekki viljað tjá sig um það sem fram kemur í bókinni.
Eftir að margir valdamiklir Demókratar höfðu lýst yfir stuðningi við Harris, skrifaði Obama á X: „Við Michelle hringdum í vinkonu okkar Kamala Harris fyrr í vikunni. Við sögðum henni að við teljum að hún verði góður forseti og að hún njóti fulls stuðnings okkar.“