fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfða verður mjög hugsað til Pírata (blessuð sé minning þeirra) þessa dagana er hann fylgist með atinu í pólitíkinni, ekki síst inni í þingsal. Píratar voru í vissum sérflokki meðal stjórnmálaflokka að því leyti að þeir höfðu í raun aldrei neitt til málanna að leggja. Segja má að þeir hafi verið skopskæld mynd af stjórnarandstöðuflokki sem hefur enga stefnu aðra en þá að vera á móti öllu sem lagt er til og gert og eyða gífurlegri orku í hvers kyns málþóf og upphlaup út af öllu mögulegu og ómögulegu.

Þar kom að kjósendur sýndu Pírötum rauða spjaldið í síðustu þingkosningum og fékk flokkurinn um fjögur prósent, sem ekki dugði til þingsætis. Svarthöfði var þá svo einfaldur í sinni trú að hann bjóst við því að meiri ró og yfirvegun yrði yfir þingstörfum á nýju þingi, þegar ekki þyrfti lengur að búa við bjánaskap og fíflagang Pírata.

Svo varð nú aldeilis ekki. Þegar Svarthöfði stillir á Alþingisrásina sér hann að ekkert hefur breyst þar á bæ, jafnvel hefur frekar sett í en dregið úr vitleysunni. Er þar ekki við ágætan forseta þingsins að sakast.

Sér Svarthöfði ekki betur en Sjálfstæðismenn á Alþingi, með þingflokksformanninn og formann flokksins í broddi fylkingar, hafi tekið við keflinu af Pírötum og haldi nú uppi tilefnislausu málþófi og tilviljanakenndum upphlaupum af engu minni þrótti en Píratar sjálfir á síðasta kjörtímabili.

Svarthöfði sér í hendi sér að hjákátlegar og tilgangslausar atlögur Sjálfstæðismanna að forsætisráðherra undanfarna daga eru beint upp úr handriti Pírata. Veltir hann því fyrir sér hvert markmiðið sé. Eru Sjálfstæðismenn kannski að reyna að höfða til þessara fjögurra prósenta kjósenda sem köstuðu atkvæði sínu á Pírata í síðustu þingkosningum? Mögulega. Það myndi líklega duga til að hífa fylgi Sjálfstæðisflokksins yfir 20 prósenta múrinn. Menn skyldu ekki gera lítið úr því. Allt telur þetta. Óvíst er þó hvað mjatlast af á móti og því ekki á vísan að róa með fylgisaukninguna.

Píratar voru, sem kunnugt er, höfuðlaus her. Líkast til hefur það verið ein orsök kjánaláta þingmanna flokksins. Svarthöfði veltir fyrir sér hver afsökun Sjálfstæðismanna er. Voru þeir ekki að kjósa sér nýjan formann? Er þetta hinn nýi Sjálfstæðisflokkur? Er það planið að pírata upp Sjálfstæðisflokkinn til nýrra sigra? Er það gott plan?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
12.03.2025

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu