fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur gefið því gaum að svo virðist sem í tísku sé komið að nefna beinagrindur við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Nýafsagður ráðherra var sagður hafa stigið úr stóli sínum vegna þess sem nefnt var beinagrind.

Aldraður þingmaður Sjálfstæðisflokks dylgjaði með að fleiri beinagrindur ættu eftir að koma fram af hálfu þingmeirihlutans. Reyndar taldi þingmaðurinn að þær kæmu úr skottinu – sem telja verður nýstárlegan geymslustað beinagrinda.

Kjaftfor þáttastjórnandi fær sér í glas að viðstöddu fjölmenni á opinberum stað og lætur að því liggja að ráðherra í ríkisstjórninni hafi einhverju sinni átt einhvers konar hlutdeild í að byrla pólitískum andstæðingi ólyfjan og koma honum í annarlegar aðstæður sem mættu nýtast síðar til að koma höggi á þann hinn sama. Heila gallaríinu var svo útvarpað um hlaðvarp.

Allt virðist Svarthöfða þetta bera keim af stressi og svekkelsi vegna óáran innan raða þess flokks sem lengst hefur farið með völdin í landinu. Mikið af þessari tísku er svo birt á samfélagsmiðlinum Facebook sem í höndum þessara manna ætti frekar að vera kennt við annan líkamspart og óæðri.

Af þessu tilefni hugsaði Svarthöfði til þess sem stendur í hinni helgu bók á einum stað: „Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?“

Svarthöfði er viss um að víða leynast bjálkarnir og ekki sé farsælt að benda sífellt á flísar í annarra manna augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti