fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Eyjan
Sunnudaginn 9. mars 2025 06:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NATO og ESB saman standa af nákvæmlega sömu bræðra- og vinaþjóðunum. Sömu hagsmunirnir, sama öryggið, sama velferðin, sömu markmiðin, sömu vinirnir, sömu samherjarnir.

Í NATO eru aðildarríkin 32 og þau fjögur evrópsku ríki sem þar eru, en ekki í ESB, Albania, Svartfjallaland, Norður Makedónía og Tyrkland, eru með öllum krafti og öllum ráðum að reyna að komast inn í ESB líka.

Í ESB eru nú 27 ríki, þar af 23 í NATO, og EES-ríkin Ísland og Noregur eru auðvitað líka í NATO. 25.

Þetta er þess vegna mest sami félagsskapurinn.

Nú er það auðvitað svo að Bandaríkin og Kanada eru líka í NATO, án þess að vera í ESB. Náinn viðskipta- og samvinnusamningur, fríverzlunarsamningur, er hins vegar kominn á milli ESB og Kanada, sem tók 7 ár að fullgera. Þar eru tengsl orðin mjög náin. Má nánast líta á Kanada sem auka-ESB-aðildarríki, þótt haf sé á milli.

Svipaður viðskipta- og samstarfssamningur var í burðarliðnum milli ESB og USA meðan Obama sat þar við stjórnvölinn. Í því gerðist fátt í tíð Bidens og nú er þar annar maður við stjórnvölinn sem ekki skilur gott eðli, kosti, samvinnu og vináttu, eða það að tengja og sameina, heldur eru hans ær og kýr að rjúfa, kljúfa og spilla. Setja allt, sem var gott, í algjört uppnám. Í augum undirritaðs er hér á ferðinni makalaust fífl og stórhættulegt.

Í raun er líklegt, liggur fyrir, að NATO muni standa uppi án BNA, áður en langt um líður.

Þessi þróun og staða staðfestir endanlega þá þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni, varnir og öryggi, þar sem augljóst er að valdataka manns eins og Donalds Trump getur aftur átt sér stað í USA.

Það er ekkert lengur á BNA að treysta, enda landfræðileg lega og margvíslegir hagsmunir, líka hugarfar, „mentalitet“, þjóðarinnar annað!

Þessi uppbygging evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingar stórra framkvæmda- og fjárfestingarsjóða, eigin heila og aflvöðva – sem þróað og víðtækt markaðs- og efnahagsbandalag – en NATO ekki. NATO hefur ekki eigin fjárhag, nema til stjórnunar/reksturs, en er að öðru leyti háð framlagi aðildarríkjanna með vopn, verjur, herafla og fjármuni. NATO er því í eðli sínu aðeins verkfæri eða vopn til varnar eða sóknar.

Von der Leyen var á dögunum að lýsa yfir því áformi framkvæmdastjórnar ESB að byggja upp gífurlega sterkan varnar-/hernaðarsjóð, 800 milljarða evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Var þessi hervæðing, sem er ein mesta hervæðing sögunnar, staðfest á fundi forsætisráðherra ESB-ríkjanna 27 sl. fimmtudag. Er þessi fjárhæð stjarnfræðileg; jafngildir 116.000 milljörðum ísl. króna.

Nýtt kanslaraefni Þýzklands, Friedrich Merz, ætlar líka að taka risaskref í varnarmálum, m.a. með því að fjárfesta 300 milljörðum evra, eða meiru eftir þörfum, til uppbyggingar og styrkingar þýzka hersins. Jafnhliða stefnir hann á að innleiða herskyldu í Þýzkalandi aftur.

Það má minna á það hér að lengi vel eftir seinni heimsstyrjöld var Þjóðverjum meinað að byggja upp herstyrk. BNA, Bretland og Frakkar höfðu þar sínar eigin herstöðvar um áratuga skeið einmitt til að halda Þjóðverjum niðri og eru BNA enn með fjórar herstöðvar þar.

ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti; menningarlegu, viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu, á komandi árum. NATO kynni að hverfa. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO.

Það er mikilvægt að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta!

Allir þeir sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB með sama hætti, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun enn þá eða langtum meiri og mikilvægari.

Hugmyndir um að það væri gott að taka lífinu með ró, kannske í 2-3 ár eða svo, fram til 2027 með það að skoða og kjósa um það hvort þjóðin vilji fara í framhaldsviðræður um mögulega aðild að ESB – en slíkar viðræður eru auðvitað engin skuldbing af neinu tagi, heldur rétt þreifingar – eru fyrir undirrituðum barnalegar og ábyrgðarlausar. 

Tal um að áður þurfi að fara fram „þroskuð umræða“ um aðild er algjör hugsunarskekkja. Firra. Sú umræða þarf ekki og getur ekki farið fram fyrr en að búið er að semja og beztu mögulegir aðildarsamningar fyrir Ísland liggja fyrir.

Það er vonandi að ný ríkisstjórn kjósi ekki að hanga hálf einangruð og afskipt úti í horni, ein og yfirgefin, meðan þeir atburðir eru að gerast sem eru að umturna heimsmyndinni.

Höfundur er samfélagsrýnir um dýraverndarsinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu