fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Facebook færsla Jóns Gunnarssonar tryggði Guðrúnu sigur – vopnin snerust í höndum hans

Eyjan
Mánudaginn 3. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins og sægreifar kunni Jóni Gunnarssyni, þingmanni flokksins, litlar þakkir eftir að Guðrún Hafsteinsdóttir lagði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur með 19 atkvæða mun í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum í gær. Stefnt hafi í nokkuð öruggan sigur Áslaugar Örnu fyrir helgi en á fimmtudagskvöldið tók Jón upp á því að birta færslu á facebook þar sem hann hélt því fram að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði skreytt sig með stolnum fjöðrum er hún benti á það í viðtalsþætti að lítið hefði gerst í útlendingamálum fyrr en hún varð dómsmálaráðherra. Vitnaði hún sérstaklega til þeirra breytinga á útlendingalögum sem hún náði í gegn síðasta vor.

Jón kvartar sáran undan þessu og segir forvera Guðrúnar í ráðuneytinu (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón sjálfur) hafa lagt grunn að þessum breytingum. Orðið á götunni er að vissulega hafi bæði Áslaug Arna og Jón reynt að gera mikilvægar breytingar á lögunum en ekkert hafi hins vegar gerst í þeim efnum fyrr en Guðrún kom í ráðuneytið.

Jón sakaði Guðrúnu um að svara ekki skilaboðum frá sér og sagðist því nauðbeygður til að birta færsluna á facebook. Orðið á götunni er að óhægt hafi verið um vik fyrir Guðrúnu að svara skilaboðum Jóns þar sem hann hafi sent þau á „like“ síðu hennar sem stjórnmálamanns en ekki hennar persónulegu síðu. Því sé með öllu óvíst að henni hafi nokkurn tíma verið kunnugt um þau.

Orðið á götunni er að facebook-færsla Jóns á fimmtudagskvöldið hafi verið lágkúruleg og rætin árás á Guðrúnu Hafsteinsdóttur og ætluð til þess að skaða möguleika hennar í formannkjörinu. Áhrifin hafi hins vegar verið þveröfug. Færslan hafi orðið til þess að tugir landsfundarfulltrúa ákváðu að ljá Guðrúnu atkvæði sitt en ekki Áslaugu Örnu. Í raun hafi færslan rifjað upp fyrir fólki getuleysið sem einkennt hafi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins þar til Guðrún tók við því embætti

Orðið á götunni er að Guðrún Hafsteinsdóttir geti þakkað facebook-jarmi Jóns Gunnarssonar það að síðustu atkvæðin, sem öllu máli skiptu þegar upp var staðið, náðust í hús. Að sama skapi hugsi flokkseigendur og sægreifarnir, sem studdu Áslaugu Örnu, Jóni þegjandi þörfina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna