fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Eyjan

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. mars 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir dulbúið umburðarlyndi í raun mannfyrirlitningu.

„Við erum svo umburðarlynd og lítil í okkur gagnvart öðrum þjóðum. Þegar betur er að gáð er þetta ekkert nema mannfyrirlitning. Við erum hér með reglur, viðmið og gildi í íslensku samfélagi og við segjum: „Það gildir það sama um alla. Við gerum sömu kröfur til allra.“

En svo kemur hingað fólk frá ákveðnum heimshlutum og ákveðnum menningarsvæðum og við gefum þeim afslátt. Og með því erum við að segja: Við getum ekki haldið þessu fólki upp á sama standard. Þau eru ófær um það, þau eru ófær um að fara eftir okkar lögum og reglum.“ Og við eigum að gjörbreyta þessu viðhorfi.“

Diljá Mist sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni ræðir ófremdarástandið í Breiðholtsskóla. Segist hún þekkja málefnið ágætlega eftir að hafa starfað með börnum og ungmennum í Efra-Breiðholti í áraraðir. Segist hún hafa fylgst vel með málinu og rætt bæði við starfsfólk og foreldra.

„Og þetta er ekki bara í Breiðholtinu, það er mjög slæmt í fleiri hverfum borgarinnar. Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu. Það eru svo margir búnir að vara við þessu, meðal annars lögregluþjónar sem hafa lýst því að þeir hafa verið að lenda í vandræðum með það að framfylgja löggæslu af því þeir hafa mætt mótstöðu. Menningarlegri mótstöðu? Hvað er það? Er það allt í einu orðið sakaruppgjöf á Íslandi? Menning. Ómenning segi ég, við höfum leyft þessu að viðgangast.“

Rifjar hún upp nokkurra ára dæmi þar sem taka átti viðtal við trúarleiðtoga í mosku hérlendis sem neitaði að ræða við blaðamanninn.

„Við höfum bara tekið þessu sem góðu og gildu. Svona virkar bara ekki íslenskt samfélag. Og ef að fólk er ósátt við það þá þarf það alls ekki að vera hérna. Það er nóg af stöðum í heiminum þar sem þetta fólk getur hagað sér með þessum hætti. Við erum með þessi fráleitu fornlegu viðhorf og sýn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fleiri miðum bætt við