fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Eyjan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Eyjan
Sunnudaginn 23. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn seldu hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun síðast þegar þeir komust til valda í borginni. Fyrir vikið hefur borgin ekki notið ríkulegra arðgreiðsla frá Landsvirkjun síðustu ár. Nýi meirihlutinn horfir til sparnaðar og hagræðingar á öllum sviðum rekstrar borgarinnar. Ekki skiptir máli hvað einstök svið heita, borgarbúar hafa engan áhuga á því. Þeir vilja bara að hlutirnir virki. Heiða Björg Hilmisdóttir er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Heiða Björg - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Heiða Björg - 3

Það hefur heyrst sú gagnrýni að borgarkerfið sé umsvifamikið og svifaseint. Hefur þú áhyggjur af því að þetta sé orðið of mikið bákn?

„Já. Við fórum auðvitað strax á fyrsta fundinum okkar og lögðum fram tuttugu og fimm tillögur sem eru nú bara fleiri heldur en voru lagðar fram allan þann tíma sem að Einar var borgarstjóri. Ein af þeim, eða í rauninni tvær af þeim, voru einmitt um þetta. Og við viljum einhvern veginn sérstaklega hvað varðar uppbygginguna, af því við heyrum oft, og við sem borgarfulltrúar bara heyrum oft beint að fólki finnst ekki svarað nógu fljótt og það séu misvísandi svör og ýmislegt þannig,“ segir Heiða Björg.

Hún segir nýja meirihlutann í borginni nú vinna að því að einfalda skipulag, skýra og skerpa. Sama gildi um alla upplýsingagjöf og innra skipulag.

Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt er mikill fjöldi upplýsingafulltrúa hjá borginni.

„Það er eitt af því sem er verið að fara yfir núna og skoða – þessi innri og ytri upplýsingagjöf. Upplýsingafulltrúarnir eru náttúrulega líka að sjá um það.“ Heiða Björg bendir á að Reykjavíkurborg sé stærsti vinnustaður landsins og miklu máli skipti að þessi mál séu í góðu lagi. Meirihlutinn hyggist taka betur utan um þessi mál þannig að upplýsingar verði aðgengilegar í rauntíma – Það skapi Reykjavík sem sterkari heild.

Hún segir starfsmenn og kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar gjarnan upplifa það svið sem þau starfa á sem mjög stórt og mikilvægt í borgarkerfinu. Borgarbúar upplifi þetta hins vegar ekki þannig. Þeim sé nákvæmlega sama hvaða svið sé með þetta eða hitt. „Þeim er nákvæmlega sama hver rekur sundlaug þarna. Þetta er bara í lagi. Já, og þetta er í Reykjavík. Þeim er alveg sama hvað svið heita eða hvort þau eru þrjú eða tíu eða skilurðu. Það bara virki og og mér finnst bara mikilvægt að við komum alltaf fram sem Reykjavík.“

Það er oft ráðist á Reykjavík og Morgunblaðið hefur tekið tekið að sér kyndilberahlutverk í þeim efnum. Það er ráðist á Reykjavík, það er ráðist á reksturinn hjá Reykjavík. Eitt af því síðasta sem þú gerðir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga var náttúrlega samningur við ríkið um verkefnaskiptingu sem að léttir rekstur allra sveitarfélaga, ekki bara Reykjavíkur. En en það gleymist oft í þessu að Reykjavík er náttúrulega í sérflokki meðal sveitarfélaga. Það er ekkert annað sveitarfélag sem á viðlíka eign eins og Orkuveitu Reykjavíkur.

„Nei, þetta er sko lang, lang, lang stærsta eignasafn landsins sem að við erum með. Ef við horfum bara á eignir Reykjavíkurborgar, öll húsin sem við eigum og göturnar og innviðina, íþróttamannvirkin og Borgarleikhúsið og söfnin. Við Reykvíkingar erum ótrúlega auðug. Við eigum líka saman til dæmis sautján þúsund listaverk.“

Já, ha!

Heiða Björg segir að horfa megi til þess að skuldahlutfall A-hluta borgarsjóðs sé alls ekki hátt en þegar Orkuveitan sé tekin inn í dæmið hækki það vegna þess að Orkuveitan sé risafyrirtæki. Tekjur borgarinnar frá Orkuveitunni séu líka háar, auk þess sem fyrirtækið standi gríðarlega vel. „Síðast þegar hægrimenn komust hér til valda þá seldu þeir okkar hlut í Landsvirkjun. Já, við höfum oft hugsað um að það væri nú gott að eiga hann enn þá og fá arðgreiðslur þaðan. Þegar Sjálfstæðismenn voru að stýra ríkinu fannst þeim í lagi að greiða arð þaðan en þeim finnst voða skrýtið að Orkuveitan greiði okkur arð.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?
Hide picture