fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas

Eyjan
Laugardaginn 22. mars 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir útlendingar eru sammála um að íslensk tunga sé hörð undir tönn. Málfræðin er erfið með öllum sínum skrítnu beygingum og undantekningum frá reglunni. Margir Íslendingar vorkenna fólki sem þarf að læra þetta tungumál og vilja taka upp ensku.

Nafnvenjur á Íslandi eru sérstakar. Norræn nöfn hafa sjálfstæða merkingu og eiga uppruna sinn í fornbókmenntum eða goðafræði. Flestir Íslendingar kenna sig við föður sinn eða móður en einungis lítill minnihluti notar danskættuð ættarnöfn. Í stjórnartíð Dana breyttu margir Íslendingar í Kaupmannahöfn nöfnum sínum svo að þau féllu betur að danskri tungu. Þjóðskáldið Jónas kallaði sig Hallgrimsen og þjóðhetjan Jón notaðist við Sívertsen. Grindahlauparinn Pétur Rögnvaldsson nefndist Peter Ronson í Hollywoood.

Heimurinn er að skreppa saman og alþjóðasamskipti eru fyrirferðarmikil. Á þessum tímum er þörf á einfaldari nafnalögum svo að Íslendingar geti gert sig gildandi meðal erlendra þjóða. Fjöldi hæfileikaríkra íslenskra athafnamanna á sviði viðskipta og lista kennir óframberanlegum nöfnum sínum um takmarkað gengi í útlöndum. Það er útilokað að verða heimsfrægur og heita ævafornu nafni eins og Þorbrandur Þorbrandsson.

Forseti Íslands heyrir þetta ákall samtímans um aukinn einfaldleika og hefur því breytt nafni sínu í Halla Tomas. Þetta eru góð tíðindi og löðrungur í andlit hinnar óvinsælu mannanafnanefndar sem frjálshuga og gáfaðir þingmenn hafa barist gegn um árabil. Heill stjórnmálaflokkur (Björt framtíð) var stofnaður í kringum það eitt að leggja nefndina niður. Flokkurinn gaf reyndar upp andann áður en þessu eina stefnumáli væri náð. Nú geta allir framsæknir samborgarar fetað í fótspor forsetans og breytt nöfnum sínum til alþjóðahorfs. Ég ætla að kalla mig Othar Gudmund að forsetasið. Ég efa ekki að mér mun ganga betur að koma sjálfum mér á framfæri erlendis eftir þessa veigamiklu breytingu. Nú loksins fara bækurnar mínar að seljast og vonandi verð ég heimsfrægur undir nýju vörumerki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
EyjanFastir pennar
22.02.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
EyjanFastir pennar
16.02.2025

Björn Jón skrifar: Stórauka þarf íþróttakennslu í skólum

Björn Jón skrifar: Stórauka þarf íþróttakennslu í skólum
EyjanFastir pennar
15.02.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur