Lítið gerðist í borgarstjórn það ár sem Einar Þorsteinsson leiddi meirihlutann sem féll í síðasta mánuði. Það virðist vera inngróið í ákveðinni pólitík að konur eru vanmetnar. Þær hafa hins vegar staðið sig með prýði og nú eru konur í flestum helstu valdastöðum á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjórinn í Reykjavík, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.
Eyjan - Heiða Björg - 2
„Það er auðveldara að vinna með flokkum sem hafa sýn, sem hafa sýn á framtíðina, sem hafa einhvern veginn stefnu sem þeir vilja framfylgja í borginni. Og það var ekki upplifun okkar í síðasta meirihluta. Þannig í rauninni held ég að við munum ná lengra,“ segir Heiða Björg.
Þegar þú talar um síðasta meirihluta geri ég ráð fyrir að þú sért að tala um þetta ár sem að Einar Þorsteinsson stýrði þeim meirihluta?
„Já, við gerðum auðvitað óskaplega lítið á þeim tíma. Það var lítið og við vorum mörg orðin mjög þreytt og í rauninni kannski ekkert skrýtið. Framsókn hefur ekki verið í borginni og þeir hafa ekki sterka sýn fyrir borgina og ég þarf ekkert eitthvað að hérna útlista það. Það er auðveldara.”
Já, þeir hafa verið svona þessi landsbyggðarflokkur.
„Já, það er auðveldara fyrir okkur að vinna með þessum flokkum heldur en í fyrrum meirihluta. Ég held að Samfylkingin sé hamingjusamari núna. Við finnum að við getum talað meira frjálst. Það er bara meiri gleði og það er meira gaman. Og við finnum í rauninni minna fyrir því að að það sé verið að stoppa fólk af með góðar hugmyndir.“
Já, það fer ekkert fram hjá manni að að þetta fer mjög öfugt í ýmsa aðila, að það skuli vera kominn þessi meirihluti. Við sjáum að það er rekin hörð stjórnarandstaða bæði hér í fundarsal borgarstjórnar en ekki síður úti í bæ. Morgunblaðið kemur upp í hugann. Það hefur farið mikinn. Nú veltir maður fyrir sér, nú hefur það gerst bæði í landsmálum og náttúrulega löngu orðið í hér í borgarmálunum að Sjálfstæðisflokkurinn er, hann er bara út úr húsi. Kjósendur hafa ekki falið honum mikla ábyrgð. Það eru konur sem hafa í raun og veru tekið völdin. Morgunblaðið hefur ráðist mjög harkalega bæði gegn ríkisstjórninni, einstökum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ræðst mjög harkalega gegn nýja meirihlutanum í borginni, ræðst mjög harkalega gegn þér. Virðist vera að beita dálítið tvöföldu siðgæði. Það er hneykslast á þér fyrir sömu hluti og er ekki minnst orði á þegar Sjálfstæðisfólk á í hlut. En maður fær stundum á tilfinninguna að eitt af því sem fari dálítið í taugarnar á mönnum á Morgunblaðinu sé einmitt að það eru konur sem eru í aðalhlutverkum. Hvað finnst þér? Hefurðu velt þessu fyrir þér?
„Já, þetta er ágætis tilgáta. Ég held að það sé mjög svona inngróið í ákveðinni pólitík að vanmeta konur, að vanmeta þær og þeirra hæfileika. Ég er að vona að þessi tími núna, sem er einhvern veginn allt í einu kominn upp í Reykjavík og um allt land, með forsetanum og forsætisráðherra og þeim flokkum sem stýra ríkisstjórninni, að fólk aðeins átti sig. Maður hefur séð alveg furðulegustu ummæli. Og auðvitað, þú veist, bara lít ég á Morgunblaðið sem málsvara ákveðinna gilda. Og hagsmuna, gríðarlegra hagsmuna. Ég hef reynt að temja mér í pólitík að vera ekki að ráðast á fólk, vera ekki að uppnefna eða, já, vera bara heiðarleg, standa fyrir það sem ég stend fyrir og reyna. Mér hefur verið treyst fyrir ótrúlega miklum hlutverkum í rauninni á stuttum tíma. Ég er ekki búin að vera lengi í stjórnmálum. Ég hef verið varaformaður stjórnmálaflokks og unnið prófkjör og verið hérna í öðru sæti tvígang, unnið með þéttbýlisdegi, verið formaður í Sambandi sveitarfélaga, fyrsta manneskjan sem ekki er sjálfstæðismanneskja, sem ég veit að kom mjög illa við marga.“
Já, enn leitt áfallið.
„Já. Nú, svo voru hér uppi áform um það að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda og kannski kenna þeir mér um það. Það tókst ekki. En ég held það sé fyrst og fremst bara vegna þess að þeir vanmátu konur og vanmátu þessa stjórnmálaflokka sem hér eru sem að kunna að vinna. Þetta er allt ofboðslega vinnusamt fólk, hvort sem það er í meiri- eða minnihluta, vel inni í málum. Og ég held að við eigum eftir að sýna það í verki að við stöndum fyrir það sem að við segjum og við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Þetta er mikið verkefni og þetta er skammur tími eins og við komum inn á.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.