fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Eyjan

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“

Eyjan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 12:30

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Kristrún Frostadóttir á þingsetningu Alþingis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason fyrrum þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins hefur ekki tjáð sig mikið opinberlega um stjórnmál eftir að hann féll af þingi í kosningunum í nóvember. Fyrr í dag gerði hann þó breytingu á því en ekki til að gagnrýna pólitíska andstæðinga sína í núverandi ríkisstjórn eins og kannski búast hefði mátt við heldur til að hrósa þeim og þá sérstaklega arftaka sínum í embætti mennta- og barnamálaráðherra Ásthildi Lóu Þórsdóttur.

Þetta gerir Ásmundur Einar í Facebook-færslu en tilefni hennar er samningur ríksins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að ríkið muni verja þremur milljörðum króna í málefni barna með fjölþættan vanda og taka alfarið við, af sveitarfélögunum, framkvæmd og ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við slík börn sem búsett eru utan heimilis.

Ásmundur Einar hrósar ríkisstjórninni fyrir samninginn og segir um að ræða mikilvægan áfanga í málefnum barna. Hann segist hafa hitt Ásthildi Lóu á fundi síðastliðinn föstudag en hún hafi þá greint honum frá efni samningsins í trúnaði áður en greint var frá honum opinberlega:

„Var alveg ótrúlega glaður að heyra þessar fréttir enda er þetta gríðarlega mikilvægur áfangi í málefnum barna á Íslandi sem við sem samfélag hefðum átt að klára fyrir löngu.“

Fari vel af stað

Ásmundur Einar lofar alla samningsaðila í hástert og hrósar Ásthildi Lóu sérstaklega fyrir hennar störf í ráðuneytinu sem hann stýrði á undan henni:

„Má til með að óska öllum þeim sem að þessu hafa komið innilega til hamingju. Það er vel gert að þetta sé eitt af fyrstu stóru málum ríkisstjórnarinnar í málefnum barna. Mér finnst nýr ráðherra fara vel af stað og það er mikilvægt að loknum þessum áfanga fái hún fullan stuðning við að framfylgja þessu verkefni á næstu misserum.“

Hann hrósar einnig öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrir þeirra aðkomu að málefnum barna:

„Hef fulla trú á að við getum verið bjartsýn í því efni vegna þess að svo virðist sem forystufólk ríkisstjórnarinnar auk fjármálaráðherra séu að leggja ríka áherslu á að forgangsraða í þágu barna og ungmenna. Kraftmikil yfirlýsing forsætisráðherra af þessu tilefni undirstrikar sterkt þá áherslu.“

Það hefur löngum þótt eðlilegt í stjórnmálum að gagnrýna pólitíska andstæðinga sína og hrósa þeim helst aldrei sama hvað á gengur, jafnvel þótt maður sé ekki lengur þingmaður eða ráðherra, en Ásmundur Einar ætlar greinilega ekki að fylgja þeirri venju:

„Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir þennan áfanga og mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert. Þau er að fara vel af stað í þessum málum. Til hamingju og áfram gakk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn