fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Eyjan

Sjáðu hvað þaulsetna Rósa er með í laun sem þingmaður, formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi og stjórnarkona

Eyjan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi það í gær að Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ætlaði sér að sitja áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Eins hefur það vakið athygli hvað Rósa er þaulsætin í störfum sínum fyrir Hafnarfjarðarbæ í ljósi þingsetunnar en hún er enn bæjarfulltrúi, er formaður bæjarráðs og loks stjórnarmaður í SÍS.

Sjá einnig: Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ósáttur við þaulsætni Rósu í stjórnum og nefndum – „Algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur“

Eyjunni barst fyrirspurn frá lesanda sem velti því fyrir sér hvað Rósa væri með í tekjur af öllum þessum störfum.

Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði fá laun sem nema 25% af þingfararkaupi. Til viðbótar fær formaður bæjarráðs 22,5% af þingfararkaupi sem í dag nemur 1.525.841 kr. Þar með er Rósa með 396.718 kr. sem bæjarfulltrúi og 343.314 kr. sem formaður bæjarráðs. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að stjórnarlaun í SÍS hafi numið 274.651 kr. í byrjun árs. Fyrir þingmennskuna fær Rósa svo fullt þingfararkaup auk 43.500 kr. í fastan ferðakostnað í kjördæmi og 58.000 kr. í fastan kostnað.

Samtals er Rósa því að fá 2.642.024 kr.

Samkvæmt vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar er Rósa svo aðalfulltrúi í Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins og Stefnuráði Byggðasamlaga. Hún er einnig varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hún er enn skráð sem aðalfulltrúi í stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en líklega á eftir að uppfæra vefsíðuna þar sem hefð er fyrir því að sveitarstjóri gegni aðalmennsku í því sambandi. Rósa er því líklega varamaður þar.

Ekki liggur fyrir hvað er greitt fyrir ofangreinda nefnd, stjórnir og ráð, en mbl.is gaf til kynna í gær að fyrir hverja klukkustund af fundum stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fái stjórnarmenn 187.284 kr. og það sama gildir væntanlega um varamenn, ef þeir eru kallaðir á fund.

Þar með gætu laun Rósu verið hærri eftir því hvort og þá hversu marga fundi hún situr, í samræmi við ofangreint. Laun hennar sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar voru 1.247.787 kr. samkvæmt ráðningarsamningi sem var gerður árið 2022. Auk þess fékk hún 50 tíma í fasta yfirvinnu og ökutækjastyrk. Árið 2022 námu laun hennar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi 2,2 milljónum króna. Við fyrstu sýn mætti því ætla að hún sé með hærri tekjur í dag, en sem bæjarstjóri sat hún einnig í SÍS sem og stjórnum og nefndum sem greitt var fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna