fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
EyjanFastir pennar

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 20:15

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnleynd í þjóðfélagsumræðu á Facebook fer vaxandi. Það er hvimleitt og verður stundum hjákátlegt. Margir treysta sér ekki til að ræða verð á brauði og ávöxtum án þess að halda nafni sínu leyndu. Í öðrum tilvikum, þegar umfjöllunarefnið er mjög viðkvæmt, getur nafnleysi verið skiljanlegt og eðlilegt.

Á Facebook eru margir hópar þar sem helsta umræðuefnið er kynferðisofbeldi og/eða kynbundið ofbeldi. Hóparnir eru misvandaðir og misstórir, sumir eru lokaðir og aðrir galopnir. Ritstjórn hópanna er misjafnlega vönduð, sums staðar virðist hún jafnvel vera engin eða mjög tilfallandi.

Oft fer fram uppbyggileg og gagnleg umræða í þessum hópum, sem er þolendum ofbeldis mikilvæg. Er algengt að sjá nafnlaus innlegg frá manneskju sem lýsir aðstæðum sem margir meðlimir hópsins bera kennsl á, bregðast við, oftast undir nafni, og veita góð ráð. Hið besta mál.

Garpur Ingason Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst hömlulausu umsáturseinelti konu gegn sér sem hefur staðið í um ár. Hluti af meintu ofbeldi konunnar gegn Garpi var að birta nafnlausar færslur um hann í tveimur lokuðum Facebookhópum, ásakanir sem virðast vera fullkomlega tilhæfulausar. Í annarri færslunni var hann nafngreindur og myndbirtur.

Það getur verið snúið að ritstýra Facebook-hópum. Fólk með slíkt hlutverk er oftar en ekki í fullu starfi við annað. En það er líka ábyrgðarhluti að veita fólki vettvang til að birta alvarlegar ásakanir. Tímaskortur getur ekki verið gild afsökun fyrir því að slá þar slöku við. En ein ritstjórnarregla ætti ekki að kosta mikla vinnu: Nafnlausar ásakanir á nafngreinda aðila eða aðila sem eru auðþekkjanlegir af innihaldi færslunnar ætti aldrei að birta.

Facebookhópar gegn ofbeldi eru í þágu þolenda. Þar er þolendum trúað og sögur þeirra ekki véfengdar. En stundum er ekki hægt að greina á milli þolanda og geranda. Þá vandast málið. Í tilviki Garps voru ásakanir á hendur honum um ofbeldi hluti af því ofbeldi sem eltihrellirinn beitti hann.

Þau sem standa í stafni baráttu gegn ofbeldi hafa lagt ábyrgð á eigin herðar. Þeim ber að forðast að vettvangur gegn ofbeldi sé nýttur í þágu ofbeldis. Það er sorglegt þegar ofbeldisfólk nær að spilla góðum málstað og hafa sætaskipti við þolandann. Ég held að góð leið til að verjast því sé að herða ritstjórnarreglur um nafnleysi og draga úr nafnleynd á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
EyjanFastir pennar
20.02.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
EyjanFastir pennar
16.02.2025

Björn Jón skrifar: Stórauka þarf íþróttakennslu í skólum

Björn Jón skrifar: Stórauka þarf íþróttakennslu í skólum
EyjanFastir pennar
12.02.2025

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
09.02.2025

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin