fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Eyjan

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum

Eyjan
Sunnudaginn 16. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegakerfið ber alls ekki þá þungaflutninga sem um það fara. Allir notendur vegakerfisins, nema einkabíllinn, eru að nýta kerfið langt umfram það sem þeir greiða fyrir. Einkabíllinn niðurgreiðir kerfið fyrir þungaflutningana. Við drógum gríðarlega úr fjármagni í vegakerfið í hruninu og höfum ekki greitt þá skuld. Nú er komið að skuldadögum. Ríkið sogar hins vegar til sín alla peninga sem með réttu ættu að fara í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að horfa á brot úr þættinum:

Eyjan - Runolfur 3
play-sharp-fill

Eyjan - Runolfur 3

„Það er verið að skattleggja þegnana. Það er verið að taka peninga sem einu sinni voru eyrnamerktir til vega en það er búið að taka það allt úr sambandi með lögum, þetta bara fer allt í ríkissjóð. Við héldum í mörg ár úti jöfnureikningi, þ.e. Vegasjóður á móti ríkissjóði – hvað skuldaði ríkissjóður Vegasjóði. Þetta þótti mönnum óþægilegt þannig að fyrir 5-6 árum, í tíð Bjarna Benediktssonar, var þetta afstillt og allt fer inn í ríkissjóð núna, sama hvaða nafni skatturinn nefnist. Við töluðum um bifreiðagjaldið áðan. Jón Baldvin Hannibalsson setti bifreiðagjaldið á á sínum tíma og það var alveg skýrt tekið fram að – þetta kom í lok þings, rétt fyrir áramót – að þetta væri bráðabirgðaskattur til eins árs til að stoppa upp í fjárlagagat. Núna, 35 árum seinna, erum við enn þá með bifreiðagjaldið og það hefur snarhækkað,“ segir Runólfur.

Hann segir gríðarlegt viðbótarálag hafa komið á vegina í tengslum við uppbyggingu atvinnuvegar sem orðinn er sterkur í dag, ferðaþjónustunnar. Þessu hafi hins vegar ekki verið mætt á nokkurn hátt. „Það hafa ekki verið teknar þær tekjur sem þarf af þessari grein til að mæta þessu álagi. Ég var að tala við mann í Mýrdalnum, bara í gær, og hann þarf að pendla á milli svolítið, vegna vinnu, til Reykjavíkur, og hann sagði: Flesta dagana finnst mér þrír af hverjum fjórum bílum á veginum, sem ég mæti, vera bílaleigubílar. Þessu fylgir álag, þessu fylgir slit.“

Hann segir að ferðamenn gisti sem betur fer ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur víðar um landið. Þetta kalli hins vegar á aðföng og aðdrætti og því fylgi þungaflutningar og fleira. „Þessu þarf að mæta. Heilu rúturnar, fullar af fólki eru að fara um vegina en við höfum ekki staðið okkur í stykkinu. Þetta er ákveðin rússnesk rúlletta út af ástandi vegakerfisins …“

Er ekki bara komið að skuldadögum?

„Það er algerlega komið að skuldadögum. Við drógum inn alla skanka í hruninu en menn héldu allt of lengi áfram og nú er bara, eins og við þekkjum, ef við hunsum það að sinna viðhaldi á fasteign – mála glugga eða annað – þá kemur að einhverjum stórum reikningum seinna. Við erum komin þangað.“

Runólfur segir okkur að hluta til hafa farið of bratt í að leyfa þungaflutninga. „Þarna eru t.d. mjög stór og öflug félög sem stýra stórum hluta af landflutningum. Við vitum það að t.a.m. þessir þungaflutningar bera alls ekki skatta í samræmi við notkun. Þeir einu sem borga umfram það sem þeir eru að nýta kerfið er hinn venjulegi einkabíll.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Hide picture