fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Runólfur Ólafsson: Vegakerfið er að grotna – stjórnvöld hafa staðið sig gríðarlega illa og fjársvelt innviði

Eyjan
Laugardaginn 15. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegakerfið og samgönguinnviðir hafa verið sveltir um langt árabil hér á landi og til þeirra rennur einungis um þriðjungur þess fjár sem ríkið aflar með skattheimtu af bílum og umferð. Gríðarlegir þungaflutningar á sjávarfangi í flug til Keflavíkur fara um vegi sem engan veginn voru ætlaðir fyrir slíka þungaflutninga. Með aukni fiskeldi hefur álagið enn aukist til muna. Nú er svo komið að vegakerfið er að grotna niður og er stórhættulegt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Runolfur 2
play-sharp-fill

Eyjan - Runolfur 2

„Eðlilegast væri að innheimta bifreiðagjaldið, sem er skattur sem er lagður á tvisvar á ári á bíleigendur – líka á atvinnubíla, sá skattur hefur ekkert með notkun að gera. Það er ákveðið fastagjald sem hefur hækkað reglulega vegna þess að menn voru að reyna að ná einhverju af rafbílunum. Svo er það miðað við koltvísýringsútlosun ökutækja. Nú ert þú á bíl og þú ekur þúsund kílómetra á ári og ég er á bíl og ég ek 100 þúsund kílómetra á ári. Við erum með sambærilega bíla og við borgum sama bifreiðagjaldið. Það er engin sanngirni í því. Þetta eru röng viðmið varðandi skattheimtu og við hefðum talið eðlilegt að þetta tengdist kílómetraskattinum og miðaðist við notkun. það myndi líka einfalda innheimtu skatta og spara ríkinu peninga því að þú þarft ekki að vera senda út tvær rukkanir út af mismunandi sköttum, þetta yrði bara ein innheimta.“

Runólfur segir að sama ætti við um kolefnisgjaldið sem á að innheimta áfram frá söludælum í gegnum olíufélögin. „Af hverju þarf að vera að láta þau vera að handleika alla þessa peninga. Þetta eru milljarðar yfir árið, sem safnast þarna, og ég veit alveg að olíufélögin vilja ekki missa af þessu vegna þess að hver vill ekki hafa stóra fjármuni í sinni vörslu og geta sýslað með þá í 5-6 vikur? Ef við eigum að benda ríkinu á sparnaðarleiðir þá er þetta ein sparnaðarleiðin.“

Svo er eitt sem hefur verið rætt um. Öll þessi gjaldtaka ríkisins af ökutækjum sem fræðilega ætti að renna til og viðhalda innviðum, vegakerfinu. Peningarnir renna alls ekki óskiptir þangað.

„Nei, eins og við höfum bent á – bara til að einfalda staðreyndirnar þá eru þetta um 100 milljarðar sem koma í formi skatta á bíla og umferð á ári. Til nýbyggingar vega, við viðhalds vega og til þjónustu við vegi rennur 1/3 af þessari upphæð. Eins og við sjáum og vitum er það alls ófullnægjandi. Vegirnir eru að grotna. Við sjáum á Vesturlandi; það er ekki bara að slitlagið sé að gefa sig – það blæðir slitlagið og koma holur o.s.frv., heldur er undirlagið ónýtt meðal annars út af þessum þungaflutningum. Til dæmis voru Dalamenn ekkert spurðir hvort þeir vildu fá alla fiskflutninga frá Vestfjörðum. Með fiskeldinu fylgja flutningar á ferskvöru í flug suður í Keflavík og þetta hefur stóraukið álag á vegina og þessir vegir voru ekki einu sinni lagðir miðað við þann öxulþunga sem þessir flutningabílar eru með varðandi burð og annað. Við sáum grófasta dæmið í fyrravetur þegar það þurfti að fletta slitlagi á stórum köflum af vegum í Dölunum af því að þeir voru orðnir stórhættulegir.“

Runólfur rifjar líka upp að í nýlegu viðtali við umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi hafi komið fram að hugsanlega þyrfti að gera þetta í stórum stíl víða úti á Snæfellsnesi og á Vesturlandi. „Það er auðvitað ekki til eftirbreytni og sýnir okkur líka hversu illa stjórnvöld hafa haldið í horfinu varðandi það að byggja upp innviðina.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
Hide picture