fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Eyjan

Treble hlýtur Nordic PropTech Awards og valið besta sprotafyrirtæki UTmessunnar 2025

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. mars 2025 10:38

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti Kristjáni Einarssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Treble Technologies, verðlaunin fyrir Besta sprotafyrirtækið 2025 á UTmessunni á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies hefur hlotið viðurkenningu sem fremsta sprotafyrirtækið á Norðurlöndum í að stuðla að heilbrigðari og sjálfbærari byggðu umhverfi með sigri sínum í flokki Healthy and Sustainable Buildings á Nordic PropTech Awards 2025, sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum.

„Að fá þessa viðurkenningu er gríðarlegur heiður og staðfestir mikilvægi starfs okkar,“ segir Finnur Pind, framkvæmdastjóri og stofnandi Treble Technologies. „Góð hljóðvist og vönduð hljóðhönnun hafa jákvæð áhrif á heilsu, vellíðan, framleiðni og mannleg samskipti. Á hinn bóginn er hávaði og léleg hljóðvist eitt stærsta umhverfisvandamál samtímans, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir til að mynda hávaða sem næst skæðustu umhverfisáhrifin á heilsu manna.“

Treble þróar hátæknilegan hljóðhermunarhugbúnað sem gerir hönnuðum, arkitektum og framleiðendum kleift að bæta hljóðvist í byggingum, vörum og farartækjum. Meðal viðskiptavina Treble eru nokkur af stærstu tæknifyrirtækjum heims.

Finnur Pind, framkvæmdastjóri og stofnandi Treble Technologies, með verðlaunagripinn.

Tvöfaldur árangur á árinu 2025

Auk þess að hljóta Nordic PropTech Awards var Treble nýverið valið Besta sprotafyrirtækið 2025 á UTmessunni, stærstu upplýsingatækniráðstefnu Íslands, sem fór fram í Hörpu í febrúar. Þessi viðurkenning undirstrikar mikilvægi nýsköpunar Treble og áhrif þess á íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf.

Á síðasta ári lauk Treble við 11 milljóna evra fjármögnun (jafnvirði 1,7 milljarða íslenskra króna), sem verður nýtt til að fjölga starfsfólki, efla rannsóknir og þróun, og auka útbreiðslu lausna sinna á alþjóðlegum markaði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga