fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Eyjan

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Eyjan
Mánudaginn 10. mars 2025 07:30

Kamala Harris Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris tapaði stórt fyrir Donald Trump í forsetakosningunum í nóvember. Eftir það hefur verið frekar hljótt um hana og lítið hefur sést til hennar.

En nú færast orðrómar í aukana varðandi framtíðaráætlanir hennar á pólitíska sviðinu.

Politico segir að Harris íhugi alvarlega að bjóða sig fram sem ríkisstjóra í Kaliforníu. Segir miðillinn að í samkvæmi, í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina, hafi Harris sagt öðrum gesti að hún ætli að gefa sér tíma þar til í sumar til að taka endanlega ákvörðun um hvort hún bjóði sig fram. Politico hefur þetta eftir tveimur heimildarmönnum.

Er Harris sögð hafa sagt stuðningsfólki sínu, flokkssystkinum og fjölskyldu sinni, að hún muni taka ákvörðun innan nokkurra mánaða.

Ef Harris tekur slaginn um að verða eftirmaður núverandi ríkisstjóra, Gavin Newsom, og sigrar, þá verður hún fyrsta svarta konan til að gegna embætti ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Sigur hennar myndi einnig „næstum örugglega“ útiloka að hún bjóði sig fram til forseta 2028 en hún er einnig sögð íhuga þann möguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins og sægreifar vilja Áslaugu – breiðfylkingin velur Guðrúnu

Orðið á götunni: Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins og sægreifar vilja Áslaugu – breiðfylkingin velur Guðrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust