fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Eyjan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Eyjan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tók af öll tvímæli í gær um mögulegt samstarf Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokks í borginni en viðræður höfðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Flokks fólksins og Viðreisnar eftir að borgarstjóri felldi meirihlutann á föstudaginn.

Köldu hefur andað undanfarið milli Flokks fólksins í landspólitíkinni og Sjálfstæðisflokks en sá síðarnefndi hefur gengið hart fram í gagnrýni á Ingu allt frá kjördegi. Hins vegar hafa Flokkur fólksins í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkur setið saman í minnihluta borgarstjórnar árum saman og gjarnan verið þar á sömu blaðsíðu. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir afstöðu Flokks fólksins hafa komið sér á óvart.

Nú sé komin upp flókin staða í borginni. Borgarbúar eigi skilið meirihluta sem virkar og Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærsti flokkurinn í borgarstjórn, er með opnar dyr og útilokar engan samstarfsmöguleika. Hún bendir á að það séu stór mál í borginni sem líklega allir flokkar geti verið sammála um að leysa, húsnæðismál, leikskóla- og daggæslumál og aðhald í fjármálum.

Hún skrifar á Facebook:

„Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík. Í því felast tíðindi helgarinnar.“

Upp er komin flókin staða en við slíkar aðstæður er ábyrgðarhluti að mynda starfhæfan meirihluta um mikilvæg verkefni. Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega reiðubúinn að axla þá ábyrgð og taka til hendinni við stjórn borgarinnar.

Fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu og því skammur tími til stefnu. Æskilegast væri að mynda meirihluta sem næði árangri og samstöðu um löngu tímabæra tiltekt í fjármálum borgarinnar, stórsókn í húsnæðisuppbyggingu og átak í leikskóla- og daggæslumálum. Þá mega skipulagskreddur ekki koma í veg fyrir skynsamlega nálgun í málefnum Reykjavíkurflugvallar.

Við skuldum borgarbúum Reykjavík sem virkar – einfaldari hversdag fyrir fjölskyldur, greiðari samgöngur fyrir fólk og fyrirtæki og kerfi sem hefur að markmiði að leggja fólki lið, en ekki leggja stein í götu þess.

Auðvitað væri einfaldasta leiðin til að ná árangri með þessi mál að mynda meirihluta þeirra fjögurra flokka sem funduðu um helgina. Þar er augljós málefnalegur samhljómur og erfitt að sjá hvernig sambærilegum árangri yrði náð í öðru mynstri.

Það er ákall eftir bráðaaðgerðum í borginni, og við slíkar aðstæður þurfa stjórnmálaflokkar að finna til ábyrgðar. Hvergi hefur borið skugga á samstarf sjálfstæðismanna og Flokks fólksins í borgarstjórn, og kom útspil þeirra því nokkuð á óvart. Dyr okkar sjálfstæðismanna standa enn opnar en eðli máls samkvæmt þarf nú að skoða fleiri möguleika.

Það eru mörg mynstur sem koma til greina og það væri óábyrgt af stærsta flokknum í borginni að útiloka nokkuð við þessar aðstæður – því stjórnlaust skip steytir að endingu á skeri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“