fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Eyjan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan þessi ríkisstjórn situr eru augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum. Innanflokkserjur urðu dönskum íhaldsmönnum dýrkeyptar á sín um tíma, flokkurinn fór frá því að vera sá stærsti og niður í þrjú prósent. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af innanflokkserjum í sínum flokki. Hann segir nálgun Sjálfstæðisflokksins hafa gagnast allri þjóðinni. Guðlaugur Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Þegar ég var að byrja í þessu þá var danski Íhaldsflokkurinn stærstur. Þar voru miklar deilur, miklir flokkadrættir, og það var útskýrt fyrir okkur, maður auðvitað kynntist þeim vel, að einhverjar fylkingar, rauður og svartur. Þeim gekk svo vel að stærsti flokkurinn fór niður í þrjú prósent og er núna í fimm prósentum vegna þess að aðrir bara tóku við af honum – það eru alls konar valkostir,“ segir Guðlaugur Þór.

Af orðum hans má ráða að honum þyki ekki ómögulegt að eins geti farið fyrir Sjálfstæðisflokknum taki flokksmenn sig ekki á. „Upplifun mín, sem ungur maður í menntaskóla að fara á sinn fyrsta fund, var sú að þeir voru öðruvísi en við að því leytinu að þarna var fólk sem kom svolítið úr aðlinum og slíku. Þetta hefur breyst mikið síðan þetta var – þetta var nú ekki alveg í gær,“ segir Guðlaugur og brosir, „þannig að þeir voru alltaf litlir á meðan jafnaðarmannaflokkarnir voru stóru flokkarnir.

Hann heldur áfram: „Við í Sjálfstæðisflokknum, og það var náttúrlega löngu fyrir mína tíð, við hins vegar, út af þessari nálgun þá vorum við alltaf miklu stærri flokkur og .þeir litu öfundaraugum til okkar og skildu ekkert af hverju við gerðum þetta. Það var ekki af því að við værum að hvika frá þessari hugmyndafræði sem allir hagnast á. Það að við séum með hvetjandi kerfi, gott rekstrarumhverfi þannig að fólk geti búið til verðmæti, það nýtist öllum, það gerir það að verkum að þú ert með meiri fjármuni til að nýta í það sem skiptir máli, hvort sem það eru heilbrigðismálin, skólamálin eða þeir sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta var ekkert himnaríki, ég er ekkert að halda því fram, en þetta var bara nokkuð sem gekk einstaklega vel.“

Guðlaugur segir að horfa megi einnig til t.d breska Íhaldsflokksins og Kristilegra demókrata ái Þýskalandi þó að það sé ekki sambærilegt með öllu, en Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið einn í heiminum með þetta módel. „Hins vegar er enginn vafi á því að þetta var fyrirkomulag sem nýttist öllum og, aftur, það að Sjálfstæðisflokknum hafi gengið vel, það hefur nýst þjóðinni, ég bara leyfi mér að fullyrða það, og nú erum við bara á ákveðnum stað þar sem við þurfum að nýta þau sóknarfæri, vegna þess að þau eru svo sannarlega til staðar, auðvitað alltaf, en án þess að vera neitt að tala neina aðra niður þá eru augljósleg sóknarfæri í íslenskum stjórnmálum í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Flokkarnir þurfa ekki að endurgreiða krónu af styrkjunum

Flokkarnir þurfa ekki að endurgreiða krónu af styrkjunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór ætlar ekki í formannsslaginn

Guðlaugur Þór ætlar ekki í formannsslaginn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna