fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Eyjan

Dineout setur sinna.is í loftið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 17:46

Inga Tinna býður nú fólki að bóka sér þjónustu á sinna.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dineout hefur opnað sinna.is, nýtt og notendavænt markaðstorg fyrir fjölbreytta þjónustu. Á sinna.is geta einstaklingar og fyrirtæki bókað tíma hjá fjölbreyttum þjónustuaðilum, þar á meðal hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofum, einkaþjálfurum, förðunarfræðingum og ljósmyndurum. Áhersla er lög á heilsu, útlit og vellíðan en á sinna.is er einnig í boðið fjölbreytt þjónusta á borð við ýmiskonar ráðgjöf, fræðslu og afþreyingu.

„Sinna.is gerir einstaklingum hátt undir höfði með því að bjóða einyrkjum og þjónustufyrirtækjum að koma starfsemi sinni á framfæri á myndrænan og notendavænan hátt,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout.

Ný og öflug bókunarlausn

Bókunarferlið á sinna.is er afar einfalt og gerir notendum meðal annars kleift að bóka marga þjónustuflokka í einni bókun, panta fyrir fleiri en einn aðila í einu og leita að þjónustu eftir tímabilum sem henta hverjum og einum.

„Sinna.is færir tímabókanir upp á nýtt plan,“ segir Inga Tinna. „Í stað þess að eyða miklum tíma á veraldarvefnum í leit að ákveðinni þjónustu, er komið nýtt markaðstorg sem einfaldar fólki lífið og tengir það við áhugaverð fyrirtæki og einstaklinga. Hvort sem viðkomandi er að leitast eftir að komast í klippingu, bóka fermingarmyndatöku, fá ráðgjöf í þjálfun eða bóka fyrirlestur þá er eitthvað fyrir alla á sinna.is,” bætir hún við.

Dineout þjónustar yfir 500 fyrirtæki

Sinna.is er þróað af sama teymi og Dineout.is, stærsta markaðstorgi tengdu matarupplifun á Íslandi. Dineout þjónustar nú yfir 500 fyrirtæki í veitingarekstri og hefur byggt upp öflugar stafrænar lausnir svo sem tímabókunarkerfi, kassakerfi, rafræn gjafabréf, afsláttarkerfi og fleiri lausnir sem auka skilvirkni reksturs.

„Við erum spennt að vera mætt á þjónustumarkaðinn með nýjar áherslur og hugmyndir. Sinna stendur fyrir áreiðanleika og gæði eins og Dineout er þekkt fyrir. Við erum með það að markmiði að auka viðskipti þeirra aðila sem eru í samstarfi við okkur og kynna almenningi fyrir fjölbreyttu úrvali af þjónustuframboði.,“ segir Inga Tinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?