fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

„Óskandi að Flokkur fólksins fari að sýna það í verki að þau skilji þá ábyrgð sem fylgir því að vera við völd“

Eyjan
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 14:58

Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir Sigurjón Þórðarson og málflutning hans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Viðreisnar, segir hótanir Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, dæmi um óásættanleg vinnubrögð stjórnmálamanna og að þingmenn flokksins verði að fara að átta sig á þeirri ábyrgð sem það þýðir að vera við völd íl landinu.

Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um málefni Flokks fólksins undanfarið, til að mynda skráningu flokksins sem frjáls félagasamtök en ekki stjórnmálaflokk sem gæti haft áhrif á opinbera styrki til flokksins.

Þá beindi Morgunblaðið spjótum sínum að Sigurjóni á dögunum og bentu á þá staðreynd að hann á hlut í strandveiðibáti, sem ekki koma fram í hagsmunaskrá Alþingis, og veltu því upp hvort að hann væri þar með vanhæfur til þess að koma að yfirvofandi lagabreytingum sem ætlaðar eru að efla strandveiðar.

Endurskoða styrki til Morgunblaðsins

Sigurjón ræddi málið í viðtali á Útvarpi Sögu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann sagði hegðun blaðsins gagnvart Flokki fólksins hafa verið með ólíkindum og sakaði ritstjórn blaðsins um að ganga erinda stórútgerðarinnar.

„Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum.

Þegar talið barst að fjölmiðlastyrkjum lét Sigurjón eftirfarandi orð falla:

„Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót.“

Ekki fyrsta dæmið um óásættanleg vinnubrögð

Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta orðfæri og þar á meðal Viðreisnarráðherrann fyrrverandi, Þorsteinn Víglundsson.

„Það væri óskandi að Flokkur fólksins fari að sýna það í verki að þau skilji þá ábyrgð sem fylgir því að vera við völd. Hótanir um skerðingu opinberra styrkja til fjölmiðla vegna ósættis við umfjöllun þeirra eru óásættanleg vinnubrögð af hálfu stjórnmálamanna í lýðræðisríki. Því miður ekki fyrsta dæmið um slík vinnubrögð af hálfu flokksins á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því hann tók sæti í ríkisstjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“