fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Eyjan

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Eyjan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 17:37

Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, hafa nú kynnt fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi.

Þar röktu valkyrjurnar áform ríkisstjórnarinnar á fyrstu 100 dögum stjórnarsamstarfsins. Stefnan er meðal annars sett á lækkun vaxta, bráðaaðgerðir í húsnæðismálum, afmarkaðar aðgerðir í velferðarmálum, breytingar í sjávarútvegi og aðgerðir í þágu neytenda.

Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru 114 þingmál og því af nógu að taka.

Ætla að ná tökum á Airbnb

Kristrún tók fram að ráðist verði í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og nefndi hún þar sérstaklega að ríkisstjórnin ætli að ná tökum á skammtímaleigu íbúða til ferðamanna svo sem í gegnum Airbnb.

Í mars verður lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Þar verður sýslumanni heimilað að afla upplýsinga frá Skattinum er lúta að tekjum, gjöldum og öðrum atriðum er kunna að skipta máli vegna eftirlits sýslumanns með skammtímaleigu.

Eins verða gerðar breytingar á skilyrðum skráningarskyldrar heimagistingar, meðal annars um að útleiga afmarkist við lögheimili einstaklings eða frístundahús sem er í eigu einstaklings.

Svo verða gerðar breytingar sem miða að því að tímabinda rekstrarleyfi sem þegar hafa verið gefin út fyrir gististarfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis til fimm ára.

Og loks verður gagnaöflun vegna skammtímaleigu tekin til skoðunar með hliðsjón af nýlegri reglugerð þess efnis frá Evrópusambandinu.

Fleiri stórar breytingar

Ríkisstjórnin ætlar líka að ráðast í fleiri stórar breytingar, svo sem verða sýslumannaembættin sameinuð úr níu yfir í eitt án þess að það bitni á þjónustu við landsbyggðina.

Lögreglumönnum verður fjölgað um 50 á árinu og lögreglu gert kleift að krefjast farþegaupplýsinga. Þá verður gert heimilt að afturkalla alþjóðlega vernd fyrir einstaklinga sem fremja alvarleg afbrot eða brjóta síendurtekið af sér.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur og lífeyrisþegar með lágar tekjur fá jólaeingreiðslu.

Gagnsæi og réttlæti verður aukið í sjávarútvegi og frumvarp verður lagt fram í febrúar um gagnsæi og eignarhald tengdra aðila á útgerðarfyrirtækjum. Breytingar verða gerðar á veiðigjaldi til að það endurspegli betur raunveruleg aflaverðmæti. Undir verður svo ofan af breytingum á búvörulögum sem hafa verið dæmdar ólöglegar í héraðsdómi.

Ríkisstjórnin ætlar að ljúka við bókun 35 í vor.

Nánar má lesa um þingmálin í frétt Stjórnarráðsins og þingmálalistann má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“