Þarna er auðvitað átt við viðskiptastríðið sem hófst á laugardaginn þegar Donald Trump tilkynnti að 25% og 10% tollur verði lagður á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína en þetta eru þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.
Blaðið segir það óskiljanlegt að 25% tollur sé lagður á vörur frá Kanada og Mexíkó en um leið bara 10% á kínverskar vörur.
„Þetta minnir á gamlan Bernard Lewis-brandara (hann var bandarískur sagnfræðingur, innsk. blaðamanns) um að það sé hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna en það geti verið lífshættulegt að vera vinur Bandaríkjanna,“ segir í leiðaranum.
Rökstuðningur Trump fyrir tollunum er tættur niður og þá sérstaklega að þetta sé gert til að refsa löndunum fyrir að hafa leyft fíkniefnum að streyma til Bandaríkjanna.
„Fíkniefni hafa streym til Bandaríkjanna áratugum saman og munu halda áfram að gera það eins lengi og Bandaríkjamenn nota þau. Engin lönd geta stöðvað það,“ segir í leiðaranum.